. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Annar dagur júlímánaðar .......

Er runnin upp og ég ekki bloggað síðan á pilsvargadaginn, afmælisdaginn hennar mömmu minnar fyrir vestan.  Náði ekki að vera komin til hennar á afmælinu, það hefur þó stundum tekist.  En vestur fórum við þrjú, Árný tók upp gamlan sið að fara í sumarfrí með mömmu og pabba og í þetta skiptið var hún ofurþæg ... enda enginn lítill bróðir til að jagast við í aftursætinu.  Men hvað þau gátu rifist.  Þau hafa líklega verið átta og níu ára þegar við fórum með þau í bústað austur við Lagarfljót  á stórum bíl sem kallaður var Surtur, níu manna bíll minnir mig. Það var ekki nóg að hafa þau í sitt hvorri sætaröðinni, það varð að hafa bil á milli til að hægt væri að halda áfram för.  Komin austur lagaðist þó samkomulagið en einhvern daginn tóku örþreyttir foreldrarnir sér hádegisblund og systkinin fóru til veiða í fljótinu.  Þegar við losuðum svefn var auðheyrt að samkomulagið var á bak og burt, Árný var reið en auðheyrt var að Jökull skammaðist sín, hann var allavega lágvær... það var alveg nýtt í þeirra deilum. Við risum upp og litum út ...... og maður minn... kom ekki drengurinn röltandi heim með nýju veiðistöngina sína í hendinni og öngulinn tryggilega fastan í buxnarassi systur sinnar. Þeim fannst lítið til um móttökurnar foreldranna, hlæjandi bæði út að eyrum.

En nú var vopnið sem með var tekið .... myndavél og Jökull fjarri góðu gamni, staddur úti í Portúgal.

En dagarnir með mömmu og pabba urðu góðir, gist úti við Sveinseyri eina nótt, aðra inni í Dýrafjarðarbotni, hinar á planinu fyrir utan hjá þeim.  Þar fann Gísli hellu eina mikla sem hann vildi endilega taka með sér heim.  Ekki hægt að komast á húsbílnum nærri henni svo hann fékk pabba í lið með sér .... alltaf hægt að treysta því að gamli sé til í bras.  Hellan góða sem ég kalla Dýrfirðing var sett á mitt gólfið í bílnum pökkuð vel inn svo ekki skemmdi hún og það var ekki laust við að pabbi væri hróðugur á svipinn þegar ég varð að viðurkenna að honum hefði tekist þetta prýðilega og hellan væri varla fyrir einu sinni.

Heim vorum við komin á föstudag um kaffleytið til að taka okkur til fyrir ættarmót í Húnaveri, vorum þar fram á sunnudag í góðu veðri.  Síðan ætluðum við í Núp en miðstöð í bílnum neitaði að halda á okkur hita um kvöldið, þannig að við höfum sofið heima en verið framfrá eftir vinnu hjá Gísla. Framundan er svo barnahelgi og hænsnahússverk um helgina, erum að leysa af, Ragnar og Sandra eru á Kaldármelum með allavega tvö hross í keppni......

 

P.S.  Það er búið að gróðursetja í reitinn okkar og setja niður húsið og nú er Gísli að hreinsa margra ára sinu uppúr blettinum... með garðsláttuvél.  Ella Bogga og Sævar ...... kíkið á breytinguna frá í vor.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Halla mín það er tilhlökkunarefni að renna við og skoða :)            kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband