. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Leiftur liðinna daga......

Ellan mín kær.  Það var notalegt að sjá til þín hérna á undan..... vitandi hve sterkar rætur við eigum þarna báðar. Ég bjó um mig í gamla rúminu mínu í herberginu innaf hjá þeim mömmu og pabba, þar beið gamla rúmið mitt, trérúm með göflum sem Signý á Balaskarði hafði gefið fram í Núp þegar fjölgaði þar í heimili sumarið 1957. Í því var firnaþykk og stór undirsæng fyllt með fiðri og hve yndislegt það var að hreiðra um sig í holunni sem myndaðist við að leggjast útaf og vefja svo utan um sig sænginni svo hvergi kæmist að kuldi, það var ekki alltaf hlýtt þarna.  Vala mín var í burðarrúmi fyrstu vikurnar sínar, ég átti ekki rúm handa henni en einhvers staðar fundu afinn og amman lítið rimlarúm sem hún var komin í seint um haustið.  Það var svo bara flutt á milli herbergja þegar ég var heima  og sett fast upp við rúmið mitt, þá var svo gott að rétta hendina og hlúa að henni og oft hélt hún lítilli hendi um einn putta hjá mér.  Yndislegt.

Þetta fyrsta sumar hennar Völu kom Helga Sigurjóns norður með Þorvald sinn, þá líklega fimm ára gamlan.  Þau tóku miklu ástfósti við stelpuna og oft spurði snáðinn hvort mamma sín mætti ekki eiga hana.  Hann var búinn að bíða eitthvað eftir því að eignast systkini en það gekk ekki sem skyldi.  Því fannst honum sjálfsagt að mamma hans fengi þessa stelpu, þá myndi hún fá pabba.  En ég var nísk og vildi ekki gefa honum litla systur.  Helga var hinsvegar oft með hana og ég held að þakklætið hafi ekki flotið út úr hjá mömmu þegar Helga bauðst til að passa fyrir mig svo ég kæmist á réttarball í Víðihlíð um haustið. Þangað fór ég og sá þar í fyrsta skipti elskulegan eiginmann minn til margra ára.  Hann var þar að skemmta sér, öskufullur með skólasystur mína úr kvennaskóla í fanginu og hafði ekki minnsta áhuga á að sleppa henni, hvað þá að sitja með mig líka. 

Heim komin af þessu ágæta balli voru allir í fastasvefni... og ég þurfti að stikla yfir nokkra næturgesti til að komast í bólið mitt ... það voru göngur að morgni og til allrar hamingju hafði mamma engan sett í rúmið mitt.  Valan svaf vært við hlið Helgu.......

P.S.  Það hafði haft góð áhrif á Helgu að stússast svona mikið með Völuna, 15 júlí árið eftir eignaðist hún Bjarkann sinn.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Halla mín það eru sko margar minningarnar  frá Núpi :)   Og eitthvað af þeim var nú rifjað upp í sumar er við fórum á Þingeyri í skemmtilega heimsókn til  mömmu þinnar og pabba :)

kv. Ella Bogga

ebj (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 10:58

2 identicon

Segi og skrifa; geymdu allt sem þú setur á blað og rifjaðu upp gamlar og ´nýjar myndir og hugrenningar, það er þá hægt að velja úr þegar kemur að æfisögunni

Sigrún (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband