. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Hugmyndaflugið hennar stórusys......

Það má vel vera að ég haldi áfram að rifja upp gamlar minningar Sigrún mín en ekki held ég að takmarki verði ævisaga.  En það styttist enn til jóla og það eru fyrri jól sem banka fast í minningagluggann hjá mér þessa dagana.

Síðast rifjaði ég upp fyrstu jólin sem Gísli hélt með mér og Völu.  Uppi á Núpi að sjálfsögðu og ég var ekki til viðræðu um að breyta þeirri tilhögun.  En jólin 1973 var komin einn einstaklingur í viðbót í fjölskylduna á Brekkubyggð 18. Annan mín birtist þann 10 nóvember um haustið og var því ekki há í loftinu sín fyrstu jól.  Samt ætlaði ég í Núp á aðfangadag þegar Gísli væri búinn að vinna, en þar tóku veðurguðirnir fram fyrir hendur mínar.  Kiddi komst fram eftir, hann gat lagt fyrr af stað en varð þó að labba að ég held frá Mánaskál og heim.  Þar með var það útilokað að komast þetta með kornabarn og veður versnaði undir hádegið.

Það var frekar úrill húsmóðirin  á Brekkubyggð 18 sem fór um miðjan dag að undirbúa  jólamatinn ..... í fyrsta sinn á eigin spýtur.  Valan gerði sér enga rellu útaf þessu, hvað þá Annan og Gísli reyndi hvað hann gat að sætta sína úrillu konu við staðreyndirnar.  En jólin komu þrátt fyrir allt og síðan hef ég aldrei hugsað sem svo að vera annarstaðar en á eigin heimili á jólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pabbi þinn náði í okkur Kidda á snjósleðanum út að Mánaskál.....var með "snjóþotu" aftaní, og þar sat ég með jólapakkana í kössum og pokum....

Anna Sig (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 08:20

2 Smámynd: .

Svona fer minnið með mann, ekki mundi ég að þarna var snjósleðinn kominn til sögunnar......

., 20.12.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband