. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Messa Þorláks hins helga ..... einu sinni enn.

En einu sinni er þessi dagur runninn upp. Í bernsku minningunni er þetta lengsti dagur ársins að líða, þó auðveldari en föstudagurinn langi í páskavikunni, þann dag varð maður að vera þæg og stillt .... allan heila daginn.  Ekki það að óþægð væri leyfð á þorláksmessu, öðru nær.....

Hér á bæ ríkir ró og friður, ennþá.  Þau eru nefnilega á leið norður í kvöld Jökull og Oddný með Birni litla og ætla að vera fram á annan dag jóla.  Ekki það að þeim fylgi einhver ófriður en ég er sannfærð um að Birnir Snær verður  fjörugri þessi jólin en þegar hann var hér tæplega ársgamall sín fyrstu jól.  Svo er bara að hafa nóg að borða og ísskápinn fullan, þá er sonurinn alsæll. Fyrir Oddnýju þarf aldrei neitt að hafa. Og ekki má gleyma yngstu dóttlunni, hún kemur upp til mömmu um jólin.

Nú eru það morgunverk sem eftir eru ..... og ég má gera, síðan er það skatan með öllum ungunum mínum sem ég næ til, ekki halda samt að ég sé að koma á fætur núna ..... laangt síðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband