Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
5.12.2007 | 05:46
Get ekki sofið........
Hvað gerir maður þá? Byltir sér til að byrja með marga hringi, snýr við sænginni .... og gefst upp. Allavega er ég búin að vaka síðan um fjögur og sé ekki fram á breytingu þar á svo ég fór bara framúr og sit nú við tölvuna. Best að blogga aðeins.
Ég eyddi megninu af gærdeginum uppi á Mýrum hjá Árnýju, fyrst við að ljúka verkum og svo fórum við að baka smákökur. Að vísu gleymdi ég uppskriftabókinnni minni gömlu heima en hélt það nú í lagi, búin að baka þessar kökur fyrir hver einustu jól síðan ég fór að búa, ég hlyti að muna uppskriftirnar. Það reyndist vera rangt hjá mér, við mæðgur skildum ekkert í hversvegna túkallarnir urðu svona skrýtnir, það var ekki fyrr en í annarri tilraun sem ég sá mistökin. Þeir voru nú samt ætir. Mömmukökurnar heppnuðust hinsvegar vel. Túkallarnir, spyr einhver? Þetta eru kókosbitakökur með súkkulaði, og Kiddi bróðir á þessa nafngift á þeim, hann reiknaði einhverntíman út hvað hver kaka úr einni uppskrift kostaði og það var túkall = tvær krónur. Næsti bakstur verður framkvæmdur með skrudduna uppi á viftunni þar sem hún er vön að vera meðan ég baka ........ eitthvað annað en vandræði.
Jólin þokast nær og þrátt fyrir góð áform um að vera nú ekki á síðustu stundu við jólagjafakaup og annan undirbúning jóla, er ég harla lítið farin að gera, jú hengja upp ljós um alla íbúð með aðstoð Gísla. Eitthvað af þessu ljósadóti virkar samt ekki og það skal athugast um næstu helgi í borg óttans. Jólahlaðborð á föstudagskvöldið, líka á laugardagskvöldið, gista á Sögu ........ letilíf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2007 | 10:37
Minning Helenu......
Hún Helena ljósa, eins og hún var oft kölluð, verður jarðsungin í dag. Hún kom hingað til Íslands 1949 ásamt manni sínum frá Þýskalandi, þau réðu sig hingað í sýsluna til landbúnaðarstarfa. Án efa hefur það ekki verið auðvelt að slíta sig upp með rótum af æskustöðvum í lok stríðs, til ókunnugs lands og vita ekkert hvað við tæki. Þessi ár man ég ekki til að hún hafi rætt, nema þá við sína nánustu. Hún varð fyrsta ljósan mín, tók á móti minni elstu dóttur 22 júlí 1971. Ég man að mér þótti hún kuldaleg en duldist hinsvegar ekki að hún var góð ljósa, var ekkert að hanga yfir mér frameftir degi, svona meðan að lítið gekk, mamma var hjá mér, en þegar eitthvað fór að ganga fór hún ekki fet frá mér. Ég man enn þegar hún sagði mér laust fyrir kvöldmat að barnið væri rauðhært og óþægt að drífa sig ekki fyrst svona langt væri komið. Ég var löngu búin að missa þolinmæðina, búið að kalla lækni á staðinn, þá missti Helena sína þolinmæði, greip til gamals ráðs og nokkrum mínútum seinna var mætt rauðhærð og öskrandi Vala, klukkan korter yfir átta að kvöldi. Mér var létt og Helena dæsti ... þú vera óþæg ..... meðan hún gætti vel að hvort ekki væri nú allt eins og það ætti að vera.
Ég sagði fyrr að mér hefði þótt hún kuldaleg, en ég skil það í dag. Ég átti ekki eftir að fæða fleiri börn í hennar umsjá en ég átti eftir að vinna með henni í mörg ár og orðin eldri og reynslunni ríkari, skildi ég betur konuna sem hafði þurft að flýja fæðingarland sitt sökum skorts, skildi við fyrri mann sinn eftir fárra ára sambúð, en hún giftist aftur og eignaðist alls fjögur börn og alla tíð vann hún mikið utan heimilis. Fyrir innan harða skel sem lífið hafði búið henni sló hlýtt hjarta konu sem valdi sér að lífsstarfi að taka á móti nýju lífi í heiminn og seinna hjúkrun.
Farir þú í friði, Helena mín og megi heimkoman hinumegin verða þér góð. Þökk fyrir allt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 10:44
Aðventan er hafin.
Já það er fyrsti sunnudagur í aðventu í dag, svo nú er löglegt að spila jólalög alla daga frá morgni til kvölds í útvarpinu, hengja upp jólaljósin þar sem mann langar til .... og svo framvegis. Skal hér með viðurkenna að ég þjófstartaði við þetta alltsaman.
Um helgina var markaður með jólasniði í andyri félagsheimilisins undir styrkri hendi Bóthildar Halldórsdóttur. Við vorum ekki mörg, 10 eða 12 sem vorum með borð þarna og umferðin hefði mátt vera meiri en það var gaman hjá okkur og það var það sem skipti máli. Börn að leika sér, piparkökur og kaffi sá Bóta um að væri nóg af, spjall og náungakærleikur .... þetta er jólaandinn. Takk Bóta mín, þú ert snillingur. Líka takk til ykkar hinna sem voru þarna.
Veður er annars rysjótt, snjór og frost, rok og slydda og gott þess á milli, allar tegundir fáanlegar á sossum eins og rúmum sólarhring.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007