. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Í minningu Hilmars Kristjánssonar.

kross   
Mannsins sen hvarf of snemma frá öllu því sem hann unni, konu sinni, börnum, barnabörnum, systkinum og vinum. Og bæjarfélaginu sem hann bjó í nánast allan sinn aldur. Þar eru ótöld sporin sem hann skilur eftir, ég held að eina félagið sem hann kom ekki eitthvað nálægt á staðnum hafi verið kvenfélagið. Og þó, það studdi hann líka á margan hátt þó svo eðlilega hann væri ekki félagi þar.  Að ekki sé minnst á allt hans starf í þágu Blönduóssbæjar í gegn um árin. Mér er eiginlega orða vant, sem ekki er vanalegt, hann átti svo margt ógert, ekki sextugur að aldri þegar hann dó.
Það var dimmur fyrsti dagur janúar að fara upp á Hlíðarbraut og sjá sér að óvörum fána í hálfa stöng víðsvegar um bæinn.  Ástæðan gat varla verið nema ein, Hilmar væri dáinn.  Megi góður guð umvefja fjölskylduna sem syrgir nú sárt.

Harðlífi........

Á þessu er skýring.  ég kom hér í Bakkastaðina til Önnu og Óla seint í gærkvöldi og baðst gistingar.  Hún var veitt samstundis og þegar ég stóð upp tl að fara að sofa, spurði ég tengdasoninn hvort væri ekki til eitthvað nýlegt að lesa, það eru jú nýliðin jól.  Jújú var svarið .... Harðlífi, ja eða Anna misheyrði eitthvað nafnið og hélt að bókin héti Harðlífi, svo hér er hún bara kölluð þessu nafni.

Ergo, ég skreið í rúmið... með Harðlífi = Harðskafi eftir Arnald Indriðason.

Kvöldið hafði ég hinsvegar byrjað á að fara í saumaklúbb með Ellu Boggu, í þann félagsskap hafði ég að sjálfsögðu ekki komist síðan í fyrra og það er alltaf jafngaman hjá okkur


Meðan flestir aðrir.........

Eru á kvöldvöku fram í kapellu, sit ég og blogga.  Það eru engir að spila og þarafleiðandi mikill friður hér fram í kjarnanum, einhver situr þar með fartölvu ( ég er í bókasafnstölvunni) og svo bíður einhver eftir að ég standi upp héðan.... ekki strax, takk.

Dagurinn var ekkert svo slæmur né erfiður, en ég lauk ekki dagskrá fyrr en um fimm.  Og það var gott að komast inn í herbergið sitt og slaka á.  Á morgun er það svo saumaklúbbur annð kvöld og svo 14 ára Kristján Atli á laugardaginn....... fyrst er nú samt að finna einhvern til að komast í bæinn eftir morgunverkin á morgun, ja eða svona um tvöleytið.......


Snóker var það auðvitað......

Ég kem ekki nálægt þessu borði sé það í notkun, síðan ég fékk olnboga í mig af alefli við að rölta í sakleysi mínu framhjá, horfi í hæsta lagi á ef Jói og Haukur eru að spila, þeir eru nefnilega að þessu sér til skemmtunar, öfugt við þá sem voru að spila brids í gær, notuðu sitt hvort sagnakerfið og létu óspart heyra í sér skoðun sína á asnanum sem sat á móti... eða við aðra hvora hliðina.

Aftur rólegur dagur í dag, sökum fjarvista....... neinei ég er hér enn......  en á morgun verð ég eins og þeytispjald um allt hús.


Bloggað í fjölmenni........

Sit hér fram í kjarna við að flakka á netinu og það er verið að spila hér á næsta borði.  Einhverjir eru að berja kúlur fram og aftur á grænu borði hér enn framar og enn fleiri eru að lesa blöðin. Og við erum tvö að snöfla í tölvu, hvort á sínu borði.  Það er svosem ekkert að frétta, þetta er  rólegur dagur hjá mér, er að hugsa um að hypja mig inn herbergi og sauma smá, þetta röfl um spilin er too much.............

Jólum að ljúka.......

Ójú ekki ber á öðru, þeim er að ljúka.  Ekki það að ég sakni þeirra, en ef ekki hefðu verið hjá okkur Jökull og fjölskylda, þá hefðu jólin orðið mér enn erfiðari en þau voru, það var svo margt sem mig langaði að gera fyrir þessi jól og ekki tókst.  Og er enn að pirra mig.  Ég segi nú ekki að ég hafi verið gráti nær í gærkvöldi þegar Gísli var að lýsa útsýninu úr stofuglugganum heima þegar kveikt var í brennu og flugeldasýning hófst ... með svo stórum hvellum að hann hélt að einhver hefði keyrt á húsið.  Og ég hér, ein inni á herbergi og hundleiddist.

Ég fór út í göngu áðan og það var svo hált að ég hélt mig við stéttar hér í kring, hefni mín á göngubrettinu í kvöld í staðinn..... þangað til er það eldhúsgardínan mín og bók, tesopi á eftir og kannski smálúr.......


Er að fara að sofa.........

Þegar ég er búin að leiðrétta villurnar í því sem ég setti inn í dag, var nefnilega gleraugnalaus.....

Brandari dagsins........

Hann varð til fram á hjúkrunarvakt áðan, ég fékk resept upp á krem við kláða og óþægindum sem gjarnan ræðst á mig þegar ég er að svamla í klórblönduðu vatni oft á dag, alla daga.  Frétti ekkert af þessu í gær en kom svo við hjá hjúkkunum þegar ég kom úr sjúkraþjálfun áðan. Neibb, þetta var ekki komið ég ég skal hringja og tékka, sagði hjúkkan.  Valdi tölur... og kynnti sig... svo spurði hún er þetta ekki apótekið.  Nei var svarið, þetta er  Rammi á Siglufirði.  Ég er ekki hætt að hlæja ennþá, þið getið bara gert ykkur í hugarlund ástand fru Höllu þegar væri  búið að nudda trélími eða einhverju sulli sem þar er notað á hina og þessa viðkvæma fleti þar sem útbrot koma gjarnan á mann.

Annars er dagurinn rólegur, ætla að reyna að vaka eitthvað af þessum dagi og sauma, hlusta á tónlist ........ 


Tókst loksins.....

Að tengja tölvuna hér fram í kjarna og ná inn netinu, án hjálpar.  Er ég ekki dugleg?  Hér er ausandi rigning og rok og lítt fýsilegt að fara út úr húsi, fór þó í göngu í morgun. Og kom hundrennandi inn.  Síðan hefur dagurinn farið í svefn og snæðing til skiptis, sofnaði í heilsubaðinu og sofnaði í slökun en tókst að vaka í sundleikfimi í morgun.  Það er hálfdauflegt núna, vantar svona ca 50 manns í húsið  ennþá, það verður fjör þegar mannskapurinn skilar sér um helgina.  Best að tékka póstinn sinn, annars hvín í Kristínu.... og ekki vil ég það.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband