Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
19.6.2009 | 09:12
Búin að finna........
Eiginmanninn ..... nú er hann bara í fótabaði í leifunum af skattaskýrsluhaugnum. Hafði orð á þegar hann skilaði sér heim snemma í nótt, að hann yrði kominn heim fljótlega eftir að lokað yrði í dag. Svo er það undirbúningur fyrir vesturferð til pabba og mömmu á Þingeyri um miðjan dag á morgun. Ætlum að bíða eftir Árnýju, hún ætlar með okkur.
Fór á stórskemmtilegan fótboltaleik í gærkvöldi, Hvöt fékk Breiðablik í Kópavogi í heimsókn. Þetta telst stórleikur á vellinum hér, en þrátt fyrir töluverðan mun á liðunum að mann hélt, þvældust heimamenn mikið fyrir Blikunum, það var liðið á seinni hálfleik þegar gestunum tókst að skora...... áður en leik lauk voru þeir komnir með annað mark.
Vala er á kafi við undirbúning smábæjarleika sem standa hér um helgina, hér á Húnabrautinni verður fullt hús gesta sem ekki er nýtt, Jón bróðir verður hér ásamt fleirum um helgina. Smárinn minn kom hér í dyr til ömmu í gær og hlakkar mikið til helgarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 13:47
Þjóðhátíðardagur ... 17 júní.
Og plönturnar eru komnar niður í mold í girðingunni okkar góðu fram á Núpi, við nutum góðrar hjálpar þeirra Árnýjar, Gerðu og Lenu + Antoni og Elísu og svo stýrði hún Sigrún stórasys verkum og nafna mín var með henni. Stórgóð stund sem endaði í grillmat sem snemmbúnum hádegismat. Rétt um það bil sem við vorum búin að taka saman áhöld og grill sem utandyra var .... fór að rigna. Almættinu líkar greinilega vel framkvæmdin og vökvar fyrir okkur allavega í dag.
Fyrir nokkru síðan, sofandi þarna framfrá í bílnum, dreymdi mig ömmu mína og nöfnu. Hún stóð við eldavélina í gamla eldhúsinu á Núpi og var að verma hendurnar á kaffikönnunni ofanverðri. Það gladdi mig því ósegjanlega þegar Gerða mín bað mig í gærkvöldi að hýsa þarna framfrá kaffikönnuna sem komin var í hennar hendur frá pabba hennar. Ég vil að kannan fari aftur heim sagði hún.
Enginn skal segja mér annað en amma sé enn að líta eftir mér. Og elsku Gerðan mín... takk fyrir að treysta mér fyrir könnunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 08:39
Helgin búin .......
Og ég komin heim með kallinn og skítugan bíl. Kom aðeins hingað heim í gær en var farin aftur uppeftir um tvöleytið. Ein..... þangað til að Gísli skilaði sér í kvöldmat, Lena, Árni og börn komu með afann uppeftir og borðuðu með okkur. Þeim líst vel á framkvæmdir og hafa hug á að nýta sér aðstöðuna, Árni minntist ekki á holur í vegi og viðkvæman bíl + fellihýsi. Síðan fóru þau og Gísli fór að vökva í skurðina. Okkur tókst nefnilega um helgina að leggja vatn þarna heim ... að vísu ofanjarðar, ég hafði það af að fara alla leið upp í vatnsból á laugardeginum og skoða en gamla vatnslögnin var þrælstífluð og ekki viðlit að hreinsa út úr henni nema með mikilli fyrirhöfn.... lögðum þetta því upp á nýtt. Og nú er það stefnan að rennbleyta alla mold í skurðunum áður en verður gróðursett í þá .
Alla helgina er búið að vera yndislegt veður, Annan mín og börnin voru komin í Núp á föstudagskvöldinu í kvöldmat, sem og Árný, en þau sváfu hér niðurfrá sem börnin voru ekkert alltof sátt við, en voru svo komin snemma nokkuð á laugardeginum til ömmu í sveitina, afi var auðvitað farinn að sinna skattinum.
Ég er alltaf að finna það betur og betur hve gott það er að vera þarna í kyrrðinni, rifja upp gamla tíma... hver veit nema að þær hugleiðingar rati seinna hér inn......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 14:52
Gamla sveitin mín....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2009 | 09:08
Góðan dag........
Löngu vöknuð, búin að fara góðan hring á fésinu, lesa moggann og borða. Vonandi góður dagur framundan, gærdagurinn endaði skemmtilega , fór á skólaslit og þar var Sassan hennar ömmu að ljúka grunnskóla. Hún kom svo til okkar afa og sýndi okkur einkunnir, sem og Lena gerði líka, hún kom með einkunnir sinna barna og sýndi okkur. Árný eldaði kvöldmat hér uppi meðan amman var á skólaslitum og Gerða kom og borðaði með okkur. Nú hamast hún við að pakka niður fyrir flutninga í Keflavíkina, byrjaði í gærkvöldi.
Gísli er enn á kafi í skattahaugnum, kíkir þó heim í kvöldmat og sefur yfir fréttunum, held samt að haugurinn sé að grynnast svo fari að sjá í kallinn. Svo er það vesturferð ..... með yngstu dótturina ... hún ætlar að koma með gamla settinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007