. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Nýr dagur.....

Sem hófst í ræktinni með Sigrúnu stóru sys ... gaman að ná því að verða henni samferða svona einu sinni.  Hér heima eru það svo heimilisverkin og svoliss, handavinnan og barnabörnin, já og svo framhaldssagan endalausa .... þvottavélarandsk ......

Jæjaaaa......

Þegar ég bloggaði síðast var ég á leið norður ..... lagði af stað um sexleytið á sunnudagskvöldinu og var komin hér heim á Húnabraut 11 um hádegisbil á mánudagsmorgni.  Sök á því bar að mestu leyti sauðheimskur Yaris eigandi og vont veður á Holtavörðuheiði.  Við Óskar sváfum af okkur biðina til morguns á Hraunsnefi í Norðurárdal.  Eftir á sá ég að ég hefði átt að skikka Völu til að koma suður með ferðatöskuna mína og vegabréfið, því við vorum á leið til London snemma á fimmtudagsmorgninum.  Báðar þurftum við að vera á Reykjavík seinnipart miðvikudagsins þannig að ekki varð stoppið heima langt.  Við mæðgur áttum góða daga í London að venju og skiluðum okkur heim á mánudagskvöldi og hvað mætti okkur í Keflavík ?  Skitaveður svo við sváfum til morguns á hótel Bergvegi áður en var lagt af stað norður.  Völu tókst ekki að semja við flugfreyju að skutla okkur til Tenerife ... hún hafði grun um að væri verra veður hér heima miðað við veðrið í London.

Hér skaust inn úr dyrum hjá ömmu snáðinn Smári Þór fljótlega eftir að kella var komin frá útlandinu ... til að tékka á hvort hún hefði fundið á hann takkaskó.  Þegar hann hafði skoðað skóna, leit hann upp og spurði af einlægni .... hvað ætlar þú að tolla lengi heima núna amma. 

Það var nú það.

Ég tæmdi töskur mínar upp á borðstofuborðið, Gísli leit yfir borðið þegar hann kom heim í kvöldmat, sneri sér að konu sinni ...... mér sýnist þú hafa eitthvað að gera á næstunni góða mín.

Ég er allavega búin að taka af borðinu og koma í skúffur og hillur dóti mínu, allavega gátum við borðað  kvöldmat á laugardagskvöldið .. átta samtals.


Sunnudagur..........

Ég fann þessa grein ínni á ævagömlu bloggi hjá mér, fannst hún enn í fullu gildi.

Enginn á sér tryggan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta sinn þá sem þú elskar.

Því skalt þú ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann, þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss, og varst of önnum kafinn til að verða við einföldustu óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaðu þá og komdu vel fram við þá. Taktu þér tíma til að segja.... mér þykir það leitt......fyrirgefðu mér.....þakka þér fyrir ... mér þykir vænt um þig....og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir. Sýndu fjölskyldu þinni og vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér. Núna ....

Ég er enn hér við barnapössun ásamt Svanhildi, Árný og Rakel farnar norður, Óskar ætlar að taka mig með seinna í dag......mér þykir endalaust vænt um hópinn minn stóra.....


Laugardagur....

Er löngu hafinn á loft hér í borg syndanna. Bjartur og fallegur dagur sem hófst hjá börnunum með því að vekja ömmuna og tilkynna yfirvofandi andlát vegna hungurs. Þar með var friðurinn úti. Meðan ég var að hypja mig framúr tókst nöfnu minni að hvolfa úr cherriospakka á gólfið í eldhúsinu ... með smáaðstoð frá Sigurjóni. Að öðru leyti tókst að forða morgunhungri barnanna. Sigtryggur hafði farið með kanínuna fram í herbergi til sín og upp í rúm og fékk að launum að dýrið ældi út allt rúmið hans. Nú er bannað að hleypa henni út úr búrinu, þangað til í kvöld. Og þá verður að gæta þess að gólfið sé nýþrifið, hef grun um að magapínan sé sökum þess að hún var undir eldhúsborðinu meðan börnin skófluðu í sig föstudagspitsunni í gærkvöldi. Ostur, hakk og pitsusósa er ábyggilega ekki hollustufæði fyrir kanínu.

Á eftir er það svo Heiðarselið og hádegismatur hjá ömmu Diddu... síðan Keflavíkin.....


Var að........

Skoða kommentin við færsluna hér á undan og sá þá að stórasys hafði gefið mér hint, sennilega óvart....

Dagur lengist, dimman flýr
dökkir skuggar hverfa
dásemd er hver dagur nýr
dögunina að erfa.


Skelfingin ein..........

Að fylgjast með afleiðingum jarðskjálftans sem skall yfir Tokyo í nótt, enn er ekki búið að hafa upp á öllum íslendingunum sem búa þarna og eru ýmist í námi eða vinnu. Það er búið að vera svo ótrúlega mikið um jarðskjálfta í veröldinni undanfarin ár, eldgos og flóð af ýmsum gerðum. Skelfilegt.
Hér er allt hið rólegasta, Anna og Óli að búa sig undir útilegu um helgina, ég ætla að vera hér með börnin, horfa á útsvar í kvöld eftir pitsuát og sofa svo eins og steinn til morguns... enginn miðdegisblundur í dag.

Bjartur dagur.........

Í borg syndanna, engin snjókoma, skefur aðeins af þökum sem leiddi til þess að ég varð að skríða fram úr rúmi í nótt og loka glugga .... inn um hann skóf snjó beint í andlitið á mér, notalegt? Ég var lengi að sofna í gærkvöldi eftir spennuna á handboltaleiknum, þetta var alveg mögnuð reynsla. Þýsku strákarnir vissu varla allan leikinn hvaðan á þá stóð veðrið .... mátulegt á þá. Vildi óska að ég kæmist líka á leikinn úti á sunnudaginn.
Hér gengur allt sinn vanagang, Annan sefur, var að vinna í nótt og rétt fyrir átta á morgnana hverfa aðrir íbúar Bakkastaðanna í skóla og vinnu. Bara amman eftir núna þessa vikuna en uni því bara vel enda vön.

Gleðipinninn Ómar Ragnarsson..........

Var að hlusta á gleðigjafann Ómar á rás 2 áðan, þar var hann að kynna nýtt öskudagslag sem hann hafði samið í samvinnu við Frey Eyjólfsson og fengið börn til að syngja með sér. Mér var hugsað til lagsins sem hann samdi um íslensku konuna þegar hann frétti í gegn um síma að móðir hans væri látin. Það lag er með því fallegasta sem ég hef heyrt frá Ómari.
Ég er að skemmta mér í borg óttans þessa dagana, fer á landsleik Ísland/Þýskaland í kvöld með Svanhildi, þetta hef ég ekki gert fyrr og hlakka mikið til. Svo eru barnabörnin mér endalaus uppspretta ánægju þótt oft gangi mikið á fyrir þeim.

Veit ekki hvort ég á að lofa sjálfri mér og öðrum að vera duglegri við bloggið... en það má reyna.......


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband