Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
28.4.2012 | 08:53
Laugardagur í borg syndanna
Það var saumaklúbbur hjá mér í gærkvöldi og gaman að venju þó ég færi snemma heim ...... einhver kvefpest að angra mig. Heyrði í Gísla og Jökli sem var að leggja af stað suður með systur sína Árnýju til þess að gæta þess að hann sofnaði ekki undir stýri. Hún ætlaði semsé að keyra fyrir hann. Þau koma hérna í dag, hér verður kaffi í boði sex ára dömunnar fyri það sem næst í af fjölskyldunni og hefur tíma til að koma. Svo þarf að pakka niður fyrir Kristján Atla, hann er að fara til Danmerkur í nótt til að skoða skóla.
Hér er fólk að vakna hvert á fætur öðru, best að hætta og taka þátt í deginum með hinum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2012 | 17:56
Aftur kominn sunnudagur......
Og ég búin að fara vestur á Þingeyri og Ísafjörð, frá kirkjunni þar var Marý jarðsungin á föstudaginn en jarðsett var á Mýrum í Dýrafirði. Hún kom í fjörðinn um tvítugt og bjó þar þangað til þau fluttu á elliheimili á Ísafirði fyrir fimm árum. Stýrði stóru heimili, sex börn og hafði iðulega einhver til viðbótar í sveit, vann utan heimilis, mest við matseld enda var hún afburðakokkur og ekki síðri bakari.
Hennar stóri afkomendahópur, eiginmaður til tuga ára vinir og vandamenn þökkuðu samfygldina og fygldu henni síðasta spölinn ...og sakna hennar nú.
Það sést heim í Hjarðardal úr garðinum á Mýrum.
Vala og Gummi sem og Valli bróðir með sína fjölskyldu urðu aðeins á undan okkur Gísla vestur á fimmtudeginum. Þau biðu með grillmat, mamma og pabbi ofan í herinn um kvöldið og við nutum þess að eiga með þeim kvöldið. Jón birtist svo undir morgun á föstudeginum með steinsofandi Helga Fannar með sér. Hann ( Helgi) sá svo um að skemmta þeim vistmönnum sem og starfsfólki Tjarnar, meðan afi hans og amma plús annað frændfólk fór að jarðarför. Eg nýtti mér svo aldursmun og skikkaði Jón til að taka mig með norður, þar fékk ég aukasólarhring, því Gísli fór beint norður og heim eftir kaffidrykkju á Ísafirði. Ég svaf vært og vel þótt hann væri farinn, í herberginu sem amma mín Magðalena, bjó síðustu árin sín, hef gist þar áður og skil ekkert í að mig skuli ekki dreyma hana. Jón Tryggvi átti svo afmæli í gær, við vorum að tínast inn til mömmu og pabba framundir ellefu og mamma að venju með mestar áhyggju af því að koma í okkur mat áður en við leggðum af stað heim. Hún hefði þó mátt vita að þær áhyggjur væru óþarfar, þegar pabbi var farinn að tína fram ýmisskonar nammi ofan á brauð, reykta rúllupylsu, heimagert marmelaði, reyktan rauðmaga, og lúðu plús ýsu sem hann lumaði á úr reyk, vorum við Jón snögg að finna rúgbrauð og matbrauð til að rista og hófumst handa, já og fengum aðstoð. Jón missti reyndar marmilaði sneiðina sína, hún hvarf ofan í mig meðan hann sneri sér undan, var eitthvað að erta mig og þetta var hegningin..... skammaði hann meira að segja fyrir að rista ekki sneiðina. Það er svo óralangt síðan við höfðum hagað okkur illa við matarborð hjá mömmu að mann mátti til með að rifja þetta upp, verst að Valli skyldi ekki vera kominn. Þegar allir voru búnir að troða sig út af brauði með nammi ofan á, dró mamma fram stóra skál með aðalbláberjum og rjóma ... skil ekki hvernig við fórum að því að klára úr skálinni líka.
Eitthvað tautaði pabbi um að líklega hefðum við engu gleymt.
Hingað heim skilaði Jón mér svo um kvöldmatartíma í gær, Helgi svaf drjúgan hluta leiðar, þannig við systkinin gátum spjallað margt saman á leiðinni og hefðum þurft að eiga svona spjallstund fyrir löngu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2012 | 09:30
Sunnudagur....
Og sólskin úti en sennilega kalt. Hér er morgunleti í gangi, Anna Guðbjörg var hér í nótt og núna kúrir hún við morgunsjónvarpið, vandlega vafin innan í teppið hans langafa. Yndislegt að sjá. Gísli farinn í vinnuna, það eru allir dagar jafnir núna á hans dagatali svo fremi að ég dragi hann ekki frá skrifborðinu í eitthvað sem ég heimta að hann geri., en sem betur fer styttist í þessu fja.... skattadæmi hjá þeim.
Frétti í gærkvöldi af fúlum tengdasyni og þá líklega líka syninum á leið heim úr róðri, þeim líkar illa við full net af þara og rusli í stað grásleppunnar sem á að vera í netunum, ætli dagurinn fari þá ekki í að hreinsa netin.
Hér verða bara rólegheit í dag og gestir í kjötsúpu við kvöldmatarborðið, Anna Guðbjörg valdi hvað yrði í matinn, yndið hennar ömmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2012 | 21:02
14 apríl....
Hún frænka mín, Anna Marta Helgadóttir var lögð í sína hinstu hvílu í dag, falleg athöfn og mikið sungið, með þessum kirkjukór söng hún sjálf fyrr á árum og auðséð var að hún var vinmörg, það sýndi fjöldinn sem fylgdi henni síðasta spölinn. Notalegt að setjast svo niður með fólkinu hennar við kaffi og spjall að athöfn lokinni. Þar hitti ég systur hennar, Guðrúnu en hana hafði ég ekki séð í mörg ár. Maður er alltof latur við að rækta samband við frændfólk sitt.
Góða ferð elsku frænka.
Í dag mundi ég eftir afmælisdegi, Sófus í Tungu var fæddur þennan apríl dag 1926. Hann var því fjórum dögum eldri en pabbi og lengi erti pabbi granna sinn á því að sín merkisafmæli yrðu ekki dýr framkvæmd, hann þyrfti bara að hafa afréttara eftir veislur Sófusar. Verst að til þessa kom aldrei, hvorugur hélt upp á tugafmæli sín, pabbi sagðist ekki fara að standa fyrir einhverjum kúnstum í tilefni fimmtugsafmælis síns, það bar upp á páskadag. Deginum eyddi hann og fjölskyldan á Brekkubyggð 18, hjá okkur Gísla, en svona af meðfæddri stríðni og stráksskap skildi hann bílinn sinn eftir fyrir utan lögreglustöðina. Alla Rúna var svo skikkuð sem dyravörður þegar Þormar Kristjáns kom í dyrnar að leita að pabba. Hún var svo nýkomin í fjölskylduna að henni var best treystandi til að koma ekki upp um að kall væri þarna inn.
Komið kvöld og barnabarn hjá ömmu og afa, Anna Guðbjörg ætlar að passa okkur í kvöld og nótt .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2012 | 15:50
Og enn fækkar ....
Fékk símtal eftir hádegið í dag, frá frænda mínum, bóndanum á Uppsölum, sem sagði mér andlát móður sinnar. Hún Anna Marta var ekki bara náfrænka mín, hún var líka uppeldissystir mömmu, ólst upp í Neðri-Hjarðardal hjá ömmu sinni, Önnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem var langamma mín og bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni, móðurforeldrum mínum. Með þeim mömmu og henni var því kært frá upphafi og höfðu samband eftir getu þegar báðar voru sestar að í Húnaþingi.
Anna frænka stýrði sínu stóra heimili styrkri hendi og það var ljúft og notalegt að vera gestur hennar, sambandi við ættingja og vini hélt hún meðan heilsa entist, en sú var henni ekki hliðholl nú síðustu árin.
Friður, kyrrð og innileg þökk fylgi henni á veg við vistaskiptin.
Hér er fækkað eftir páskana, gestir horfnir til síns heima, ekkert sjóveður svo Jökull fór líka suður í gær. Elísa mín er nú samt hjá ömmu að leika sér, enginn skóli fyrr en á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 13:39
6 apríl......
Og langt síðan ég bloggaði síðast, enda búin að fá áminningu. Nokkrar en hundsa þær nema þegar Kiddi sendir mér tóninn. Enda er hann lengst í burtu. Er ekki einusinni búin að tengja mig á skype við hann, þó ég eigi orðið græju til þess.
Annars er svosem ekki margt að frétta héðan, hér röltir allt sinn vanagang, Gísli enn á kafi í skattinum og sést varla hér heima svo ef mér leiðist þá tolli ég ekki heima, er nýkomin heim eftir nokkurra daga dvöl hjá Önnu og Óla, var í fermingarveislu hjá vinafólki í gær og Gísli sótti mig. Alltaf sama fjörið á Bakkastöðunum, nafna mín er dugnaðarkona mikil og skapstór og nú er hún að fara í skóla í haust .... mér finnst hún vera næstum nýfædd, ekki eldist ég svona hratt.
Enn kvarnast úr rammanum mínum, nú er Marý konan hans Bjarna frænda látin. Fyrst til að kveðja úr makahópnum systkinanna frá Neðri-Hjarðardal við Dýrafjörð. Það hafa verið áleitnar minningarnar um móðurfólkið mitt síðustu daga, fermingarvorið mitt fékk ég að fara vestur með afa sem kom í ferminguna mína. Þá voru þau Bjarni og Marý farin að búa á móti þeim afa og ömmu og bjuggu á efri hæðinn, þarna kynntist ég henni fyrst, hávær svolítið og lét flest fjúka. Alltaf tók hún mér og mínum af mikilli hlýju og rausnarskap og skipti þá engu hvort við vorum tvö á ferð eða sjö.
Friður og þökk fylgi henni í nýrri veröld.
Jökull og Árni eru á sjónum að vitja um grásleppunetin þó að sé helgidagur, fólk er alveg hætt að bera virðingu fyrir þessum dögum sem hér áður fyrr voru teknir svo bókstaflega að eingöngu mátti gera það allra nauðsynlegasta í fjárhúsum og fjósi svo skepnum liði vel. Veit ekki hvort þið bræður mínir munið eftir að hafa þurft að sitja stilltir og þegjandi undir messu í útvarpinu þegar Kristján afi var í heimsókn, ég man vel eftir þessu. Einnig að fara í betri föt á sunnudögum og vera svo sífellt með áminninguna í eyrunum að skíta sig nú ekki út ... það var ekki rafmagn hvað þá þvottavél... og við öll skelfilegir sóðar að mati þeirra fullorðnu. Sem var auðvitað fjarri lagi að okkar mati.
Oddný er væntanleg norður í dag með synina, Magnea er komin svo hér verður ekki dauðaþögn um páskana og ég ætla ekki að leggja það á börnin að sitja stillt og prúð á páskadagsmorgunn og hlusta á messu, ætli verði ekki páskaeggjaleit og át fram undir hádegi ..... Anton trúði mér ekki í morgun þegar ég sagði honum að ég hefði ekki fengið páskaegg þegar ég var lítil.......
Bloggar | Breytt 8.4.2012 kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007