13.2.2009 | 09:19
Föstudagur til fjár......
Að vísu er þetta líka þrettándi dagur febrúarmánaðar og sagt er að föstudagur og talan 13 eigi afskaplega illa saman. Ég ætla að treysta því í dag að þetta sé hjátrú ... og óska einum af mínum ágætu frændum í föðurætt, til hamingju með sextugsafmælið sitt..... Bragi Kárason á Þverá er sextugur í dag. Og ætlaði í bíltúr, frétti ég í gær.
Það er aðeins að hlýna hér norðan heiða, undanfarna daga hefur hitastigið verið að þvælast á milli 7 til 14 stiga á celsius.... í mínus vel að meina, þannig að ekki hefur verið mjög freistandi að vera mikið utandyra. Svo er Kiddi bróðir að kvarta yfir skítakulda, fari hitastig niður fyrir 20 stig... í plús. Namibía hvað......
Í kolli mínum byltast hugmyndir þessa dagana, sumar stórar, aðrar smærri og sjálfsagt misgáfulegar, sumar rætast, aðrar ekki og þá er bara að sætta sig við að sumt verður aldrei nema draumur, en ég minnist þess enn hve gaman var í æsku að láta sig dreyma. Sem betur fer kann ég enn að gleðjast yfir því smáa ... láta mig dreyma ... og langa .... það veitir ekki af að finna björtu hliðina á tilverunni þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2009 | 21:31
Léleg bráðavakt.......
Ég ætlaði að horfa á E.R. mér til skemmtunar í kvöld, ekki þessar andsk..... eldhússdagsumræður á Alþingi. Öll dagskrá til hliðar vegna þessa rifrildis til klukkan tíu í kvöld. Nafna mín sofnuð og Kristján Atli að horfa á kvöldmynd og dreifa poppi um rúmið sitt...... sem hann lánar mér á meðan ég er hérna. Húsbændur eru á skúrakvöldi, hvað sem svo það þýðir.
Ég er búin að eiga skemmtilega daga hér með ungunum mínum, var í Keflavíkinni í morgun, þar er lasinn Birnir, með lungnabólgu eina ferðina enn og tilheyrandi flautuhljóð við öndun, þau enduðu með hann inni á barnaspítala í gærkvöldi en fóru svo heim með hann aftur þegar búið var að skoða snáðann og koma honum á viðeigandi lyf. Enda voru þeir frekar lufsulegir feðgar .... rétt að koma á fætur þegar amman kom í dyrnar.
Svo er það heim í heiðardalinn í fyrramálið, mér skildist í gær að mamma væri búin að vera alveg nógu lengi í burtu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 19:57
Minn tími mun koma ......
Þessi fleygu orð Jóhönnu Sigurðardóttur urðu áhrínsorð, hennar tími er kominn. Fyrsta íslenska konan í stól forsætisráðherra Íslands, að vísu bara til kosninga í apríl.... þann 25. En hver veit nema hún standi sig svo vel þessa 83 daga að hún haldi áfram að kosningum loknum. Allt um það, vonandi nær hún að snúa vörn í sókn, þó tíminn sé stuttur, brekkan brött..... og stórþýfð að auki........
Gangi þér vel, Jóhanna, ég er ekki frá því að ég fari á kjörstað 25 apríl ........ í fyrsta skipti á ævinni í alþingiskosningum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 10:22
Langt síðan síðast......
Já ég veit að ég er löt við að blogga, en veit hinsvegar að ég er ekki ein um það. Fésbókin heldur fólki uppteknu og bloggið er komið úr tísku. Ég á jú síðu á téðri fésbók en ég nenni þessu bara ekki.
Núna er ég stödd í borg syndanna hjá Bakkastaðafjölskyldunni, kom suður á fimmtudagskvöld með Alexander og Smára í farteskinu og fór alla leið í Keflavíkina með þá og gisti þar. Föstudeginum eyddi ég í heimsóknir og fór svo í saumaklúbb um kvöldið, gisti í Fellahvarfinu hjá Ellu og Sævari. Svo var heljar afmælisveisla hjá Jökli og Oddnýju í gær fyrir janúarbörnin þeirra, Magneu, Aron og Birni. Fullt af gestum og mikið fjör hjá börnunum. Núna eru hinsvegar rólegheit hér, Kristján og Halla Katrín eru heima, mamma þeirra sefur eftir næturvakt og Óli fór í ræktina. Amma er á barnavaktinni á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 10:04
Miðvikudagur ......
Og takk, stóra sys og Sifin mín fyrir að taka í eyrun mín og benda mér upp í birtuna.
Inni á spjallinu netkellnanna minna fann ég glaðning áðan. Ein þeirra hafði verið að taka til í saumadóti sínu og fann þar kit með garni og plasti til að búa til kaffibolla, mundi eftir áráttu minni í að sauma út hina ýmsustu kaffibolla. Þetta kemur hún áreiðanlega með í næsta klúbb .... sem ég er svo heppin að geta mætt í. Að mæta hefur mér ekki tekist nema einu sinni á þessum vetri.
Ég á kaffibolla sem mamma heklaði og gaf mér, hafði samt orð á að líklega læki bollinn. Pabbi bætti úr því með því að renna úr tré annan bolla og úr honum lak sko ekki nema í rétta átt. Ég kem því til með að geta sett upp í skápinn minn góða eina hillu af mjög sérstökum bollum. Þar eru komnir dúkkubollarnir mínir sem enn voru til þegar ég flutti úr sveitinni.
Við fórum á skemmtilega tónleika upp í kirkju á mánudagskvöldið, þar hélt Heiðar Kristjánsson upp á sjötugsafmælið sitt með því að bjóða fólki á tónleika. Frjáls framlög sem hann tók við, hann afþakkaði öll blóm og gjafir, runnu öll til orgelsjóðs kirkjunnar, að því máli hefur Heiðar komið af miklum myndarskap.
Komið mál að linni, ég ætla út í göngutúr, set gemsann í vasann.... ef ég færi á hausinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 09:08
Það er mánudagsmorgunn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 15:30
Barnahelgi.....
Bloggar | Breytt 26.1.2009 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 22:24
Vondur dagur á eftir enn verri nótt......
Ég svaf bæði illa og lítið fyrir þessum andstyggðar veðurofsa sem entist fram eftir nóttu, var komin snemma á fætur og á morgunáætlun var að gefa möppudýrunum mínum eitthvað gott að eta, það er jú föstudagur. Og bóndadagur í þokkabót. Ekki gat ég nú samt haft þorramatinn í hádeginu, hann var á kvöldmataráætlun. Fyrri ferðin í búðina var fyrir skrifstofuna og lukkaðist sæmilega. Svo var það sú seinni, farin um miðjan dag í fygld þeirra Elísu og Antons. Þau höfðu ömmu sína að sjálfsögðu til að kaupa snúð og kakó, hvorutveggja var í hillu rétt við inngang. Svo fór amman að leita að því sem vantaði í þorramat kvöldsins, sossum eins og svið, harðfiskur, hákarl. Sviðin fann ég ekki fyrr en ég hafði sótt mér aðstoð, ja nema þá að væri búið að breyta þeim í sviðasultu og margfalda á þeim verðið. Útyfir allan þjófabálk tók þó þegar kom að harðfiskinum. Pokasnepill sem innihélt frekar óaðlaðandi mulinn harðfisk reyndist kosta 2990 krónur. Ég fleygði honum aftur í hilluna eins og ég hefði brennt mig á pokanum. Náði í minnsta skammt sem ég fann af hákarli og ákvað þar með að þorramatarinnkaupum mínum þetta árið væri lokið. Súrmat hafði ég haft rænu á að útbúa mér í haust og þrátt fyrir að eta nokkuð reglulega af því nammi það sem af er vetri, þá hef ég bara sett aftur í tunnuna.
Okkur varð bara vel af því sem fram var reitt í kvöldmat, þrátt fyrir að harðfiskinn vantaði.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 01:06
Alveg snargalið veður.....
Sem djöflast hér núna, yfirleitt er það Gísli sem er öfugsnúinn ærlega þegar hvasst er úti, en nú er það ég. Hann sefur inni í rúmi en ég hélst ekki við fyrir veðurofsanum utandyra. Á tímabili í kvöld hélt ég að þakið færi af húsinu, nýja fína þakið mitt sem kostaði heilan helling af peningum. Niðri er ég að vona að dóttlan hafi náð að sofna í kvöld.
Á laugardagskvöldið fæ ég næturgest, Alexander Snær ætlar að vera hjá ömmu og afa, mamman er að vinna á þorrablótinu, svo koma þær Elísa og Embla til ömmu á miðvikudaginn, allir foreldrar annað hvort að vinna...Ragnar og Sandra.... í skólanum, Árni ..... fjarstaddir.... Lena í Reykjavík með Anton. Og eins og einhver mun segja..... aldrei þessu vant er amman heima og er aldrei kátari en þegar eitthvað er af ömmubörnunumí heimsókn......
Jæja það er best að gera eina tilraun enn til að bæla sig niðurog sofna.... sveimérþá er veðrið enn að versna.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2009 | 12:21
Enn......
Er ég stödd í borg syndanna, en er á heimleið á eftir. Búin að eiga góða daga með börnum og barnabörnum síðan á fimmtudag, Gísli fór hinsvegar heim í gærmorgun... áður en fuglarnir vöknuðu, hvað þá ég. Mest verið hjá Bakkastaðafjölskyldunni en í gær fórum við öll í Keflavíkina til Oddnýjar og Jökuls, mikið fjör og gaman. Halla Katrín og Birnir orðin svo dugleg að þau fara ein um stigana á milli hæða en samt svona helst undir eftirliti, minnsta kosti er Birnir minn svolítill glanni ennþá. Anna saup hveljur, sitjandi við eldhúsborðið þegar hann kom hlaupandi að stiganum niður.... og bremsaði eiginlega í efsta þrepinu til að velta ekki niður. Úps ... hann náði þessu og studdi sig niður , þykist of stór til að bakka þegar hann sér að frænka hans gerir það ekki.
Þykir slæmt að ná ekki að koma í Fellahvarfið núna, en Ellan mín kær, næst ertu efst á heimsóknarlistanum, þetta er ekki við hæfi að vanrækja elstu vinkonu sína svona.
Bloggar | Breytt 21.1.2009 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007