13.3.2009 | 16:38
Föstudagurinn 13 mars ......
Mátti svosem vita það að dagurinn yrði eitthvað skrautlegur, mér er frekar þungt í skapi núna. Ætla samt ekki að viðra ástæðuna opinberlega.
Reyna frekar að horfa á góðu hliðar dagsins, Elísa og Anton eru búin að vera góðan bút úr deginum í kjölfarinu mínu, Svanhildur er að fara að taka þátt í sinni síðustu árshátíð í grunnskóla í kvöld og ...... það er ekki vika í London, með Völunni minni.
Ég er farin að sauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 21:46
Jæja ......
Anna kvittaði þó, eitt af börnunum les rausið hennar mömmu. Gleymdi að tékka hvort Kiddi bróðir hefði rekist hér inn, þarf að skrifa honum. Já og Annan mín, það er ekki bara þér að kenna að það eru þrjú ár á dagatalinu.... ég prófarkalas þetta líka. Og sá þetta ekki heldur. Mestu skiptir að afmælisdagarnir eru réttir ... ætla ég rétt að vona.
Var að leika mér við Guðjón litla fyrir hádegið í dag, hann horfði svolítið brúnaþungur á mig á mánudagsmorguninn þegar hann var skilinn eftir smástund hjá ömmu, hafði ekki séð þessa ömmuna í hálfan mánuð en steingleymdi að vera fúll þegar ég rétti honum kexköku að naga. Þetta var sko litla átvaglinu að skapi. Í morgun tók mamma hans fram hvar kexið væri geymt.... ef ég ætlaði að endurtaka skemmtunina, hún ætlaði hvort eð var að klæða hann í hreint áður en þau legðu af stað í ferðalag eftir hádegið. Henni hefur líklega fundist drengurinn sóðalegur síðast, amma var þó búin að mylja af honum stærstu molana og þvo á honum hrammana..... við litla hrifningu drengsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 09:44
Er löngu komin heim.....
En það er svosem engin ástæða fyrir bloggletinni. Og er ekki ein um þá leti, var að fara hringinn hjá ungunum mínum...... Anna ekki sett staf á blað/blogg síðan 25 janúar.... á þessu ári, frænka hennar Gerða ekki síðan í fyrra, 18 nóvember, Lena mín ekki síðan 25 febrúar... á þessu ári, Árný ... á stysta halann ... 1 mars, Göspin mín, Mummi og Fjóla ..... laaaangt síðan síðast, skyldu allir vera fluttir svona ærlega á fésbókina að bloggið sé alveg dottið út.
Hvað um það, ég er mun hliðhollari blogginu en fésinu.
Ég átti alveg ágæta viku í borg syndannna, þurfti ekki að búa um rúmið mitt né elda mat í heila viku ... og tvo daga að auki. Heimsótti góða vini, fór í saumaklúbb og á kvenfélagsfund með netkellunum, svaf út flesta morgna og heimsótti börn og barnabörn. Við Ella Bogga náðum að ráðast í verkefni sem er búið að bíða okkar alllengi og það var sko gaman, nú erum við vissar um að við erum snillingar og getum allt .... punktur.
Það var gott að koma heim og eitthvað hafði það glatt stórusys að sjá loks ljós í glugga... þegar hún fór heim úr vinnu á laugardagskvöldið , henni hefði nú verið óhætt að reka höfuðið í dyrnar. Hér voru að sjálfsögðu allir hlutir í lagi .... nema súrmatartunnan hafði ekki þolað einveruna, ég henti innihaldi hennar og ekki laust við að færi hrollur um hjásvæfil minn við að sjá þetta "góðgæti" lenda í ruslinu. En ... bara vera þolinmóður Gísli minn, ég er að sjóða slátur og tunnan kemst ekki upp með neitt múður ... skal gæta þess vel að allt sé vandlega kælt áður en ég set aftur í tunnufj......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2009 | 17:15
Andstyggilegt veður... líka í borg syndanna....
Núna snjóar allt hvað af tekur, ég sé svona sæmilega í bókhlöðuna út um gluggann minn ... heima er að mér er sagt bandvitlaust veður. Sveimérþá væri skást að hátta og breiða upp yfir haus. Ég sem ætlaði á kvenfélagsfund suður í Garðabæ um kvöldmatarleytið. Í ofanálag er skítkalt hér í verelsi mínu svo ég hækkaði snarlega og vel á hitarofanum áðan .... núna brestur og snarkar í ofninum við að hita upp í kringum mig... neinei það er ekki laus eldur hérna.
Mér var reyndar meir en skemmt við að heyra brunaviðvörun af og til um helgina, kerfið var bilað ..... og Tóti í Laufási er heima þetta búnaðarþingið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2009 | 22:18
1 mars..... nýr mánuður.
Og búnaðarþing var sett í dag. Hefðbundin athöfn að mestu, en svolítið langt að sitja í fólvondum stól í tvo og hálfan klukkutíma.... án þess að standa upp. Hafði þetta nú samt af. Stuttur þingfundur í kjölfarið hjá Gísla svo var móttaka hjá landbúnaðarráðherra, Skallagrími.... ég meina Steingrími Sigfússyni sem tók fram þegar hann bauð gesti velkomna, að veitingar væru lélegar og litlar og hafði þar aldeilis alveg rétt fyrir sér. Nú er Gísli að kanna hverjir af félögum hans sitja niðri á bar og ræða málin.
Kvöldmatur í gærkvöldi varð stórskemmtilegur, Edda í Miðhúsum sat einmana við borð niðri í Skrúð þegar við komum þar og færði sig fljótlega til okkar. Svo tíndust fleiri að og alltaf færðum við saman borðin þannig úr þessu varð hin mesta flækja..... allavega ofbauð Klausturselsbóndanum þegar hann ætlaði að borga lambaketið sitt og rauðvínsglas... rúmar sextán þúsund krónur. Svo snáfaði hópurinn fram á bar þegar við vorum orðin ein eftir í salnum, alltaf fjölgaði og þetta varð hið fjörugasta kvöld.
Annars eyddi ég gærdeginum í félagsskap þeirra Ellu Boggu og Maríu Sifjar, já og Ingu Þóru x 2 og skemmti mér hið besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2009 | 23:42
Ég......
Stóð svo sannarlega við fyrirheitið...... í morgunmat vel fyrir hálfátta í morgun, þótt ég þyrfti að klæða mig, svona til að hræða ekki aðra morgunverðargesti. Upp á herbergi aftur, háttaði og hélt áfram að sofa. Mikið skelfing var gott að sofna aftur.
Náði nú samt að vera komin endanlega á lappir vel fyrir hádegi, fór og heimsótti eina netkelluna sem bjargaði gleymsku minni, hafði gleymt að taka með mér aukaliti í myndina sem ég er að sauma, síðan að ná í sendingu til yfirnetkellunnar, já og sparifötin hjásvæfilsins í hreinsun .... ef að þetta er síðasta búnaðarþing sem hann situr, tjóir ekki annað en hafa manninn vel til fara.
Við áttum svo gott kvöld með þeim sem heima voru á Bergveginum í Keflavík, núna erum við komin " heim" á herbergi 640 á Sögu...... er ekki enn búin að skipta yfir í Radisson SAS.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 22:32
Borg syndanna..... einu sinni enn......
Enn og aftur, stóra systa, er ég komin suður fyrir heiði en í þetta skiptið sem fylgifiskur bróður þíns..... ég ligg í leti..... sauma út ...sef ..... fer í heimsóknir ... meðan hann vinnur eða situr á fundi.
Við fórum suður eldsnemma í morgun í yndislegu veðri og Gísli beint í vinnuna. ég hinsvegar fygldi minni dagskrá dyggilega, endaði upp í Fellahvarfi hjá Ellu Boggu og Sævari, hann átti afmæli í dag. Ég skemmti mér prýðisvel við að fylgjast með afmælisbarninu opna gjafir frá konu sinni og börnum, margbað hann að lesa fyrir mig leiðbeiningar sem fygldu gjöf frá Ellu ....... á finnsku eða frönsku, hann mátti velja. Þetta tókst ekki hjá mér, enda hélt skemmtunin áfram þegar hann opnaði svo gjafir frá börnum sínum, þau voru ansi hugkvæm í gjafavali. Nú sér hann fram á að þurfa að hreyfa sig reglulega.... utandyra.
Ég ætla í morgunverð með Gísla upp úr sjö í fyrramálið .... fara svo aftur að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2009 | 11:01
Bolla bolla......
Ég fékk lítinn ömmustrák í heimsókn í gær. Hann varð ekki kátur með ákvörðun ömmunnar að ætla ekki að baka bollur, sagði mér að þetta væri enginn vandi .... bara setja vatn, smjörlíki og hveiti og hræra vel..... svo get ég líka hjálpað þér að gúggla uppskrift sagði hann vongóður á svip. Til þess að standa undir þeirri skoðun sumra að ég láti allt eftir barnabörnunum ..... þá stóð ég upp og fygldi upprennandi bakara fram í eldhús með nýgúgglaða uppskriftina í hendinni og við tókum til við bollubakstur. Takk fyrir hjálpina , Anton Einar.
Núna situr yngsti ömmustrákur, Guðjón Freyr í gamla barnastólnum hérna á gólfinu hjá mér, búinn að velta sér aftur á bak um allt gólf svo ég taldi tryggilegast að setja hann í stól. Hann er alltaf að sýna ömmu hve duglegur hann er, síðast þegar hann var hjá mér fyrir rúmri viku var hann svona rétt að hafa það að velta sér á magann en núna er hann kominn á bakið aftur eftir smástund.
Núna er kall að verða argur svo það er best að gefa honum grautarspón...... ekki get ég gefið honum brjóstið sem hann er vanur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2009 | 19:19
Takk......
Fyrir gott boð bróðir sæll, mér finnst endilega að ég eigi eftir að nýta mér gestrisni þína aftur, nú eru ellefu ár í haust síðan við Gísli heimsóttum þig.. og þína til Namibíu og nú er farið að halla verulega á okkur...... þú ert búinn að koma hingað minnst þrisvar á þeim tíma. Já og koma manni á óvart ærlega í eitt skiptið. Vona að póstur skili sér til þín um helgina,það er allavega tryggt að þú hafir myndir að heiman til að horfa á, já og eitthvað til að lesa líka.
Nú er vikan næstum búin, rigndi í gær og snjóaði í dag...... þessi fíni snjóboltasnjór þakti jörð núna seinnipart dags, ekki hafði ég það samt af að gera mér snjókarl hér í garðinum.
Bloggar | Breytt 8.3.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 10:24
Jess... ekki svo galin hugmynd.......
Þetta kom sem athugasemd við síðustu færslu til mín, reyndar í email en set það hér inn....
Daginn systir.
Fór í göngu með dótturina snemma í morgun. Hitastig var ekki nema rétt yfir 20 gráður en var orðið skaplegra þegar við komum heim, eða á milli 26 og 27 gráður. Ef ykkur er kalt þá er ég með tveggja herbergja íbúð sem ég nota ekki. Afnot af henni eru ykkur velkomin.
Sólskinskveðjur, Kiddi.
Þegar ég vaknaði í morgun var að vísu hitastig eitthvað yfir frostmarki og ausandi rigning..... og langt frá því að vera nokkuð freistandi að hypja sig undan sæng og út að labba.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007