. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Stóra stelpan mín.....

Sem fór í fyrravetur að rifja upp hvernig væri að setjast aftur á skólabekk , á þann bekk hafði hún ekki sest síðan hún var fimmtán ára.  Í haust ákvað hún að fara sömu braut og pabbi hennar og Lena, fara í nám sem skilaði henni viðurkenningunni viðurkenndur bókari. Þetta urðu margar ferðir suður yfir heiðar ... bensín er dýrt .....  og oft hefur hún verið viðskiptis eins og jarðýta... með ripperinn niðri, en hún hafði þetta.  Þurfti að taka eitt próf upp aftur en fyrst hún þurfti þess, þá tók hún annað upp... til að vita hvort hún gæti ekki betur. Ekki furða þó að hún væri gott fet frá gólfi þegar hún hringdi í pabba sinn í miðju lummuáti í gær, hann skammaði ekki einu sinni okkur Árnýju fyrir að öskra hástöfum ... jess... við að heyra fréttirnar. 

Ég er yfir mig stolt af henni, sem og hinum líka, er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er rík að eiga svona mörg börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með dótturina, litla hjartað hefur fyllst móðurlegu stolti og þú sennileg svifið um hálfan meter frá gólfi það sem eftirlifði dags.

kveðja Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband