24.1.2010 | 14:54
Vökuþorrablót .....
Var haldið í félagsheimilinu í gærkvöldi. Við ákváðum að fara enda liðin 13 ár frá því að síðast var farið á þetta tiltekna blót. En það kom babb í bátinn, landsleikur Íslands og Danmerkur byrjaði korter yfir sjö.... við næðum fyrri hálfleik. Frúrnar ( Lena og Árni fóru með okkur) voru komnar í bingogallan og búnar að setja upp andlit vel fyrir leik, já og opna hvítvínskútinn sem skyldi tekinn með á blót. Það hefði jú verið skandall að fara með vont hvítvín... testa fyrst. Það fór jú illilega um okkur mæðgur nokkrum sinnum meðan fyrri hálfleikur stóð yfir, en róuðumst töluvert þegar ljóst var að staðan í hálfleik var 13/15 ...... okkur í hag. Löbbuðum því yfir í félagsheimili sem var nánast tómt af fólki, það tíndust svona tveir og þrír í einu og mörg borð tóm þegar við settumst við okkar borð. Þeir sem mættu eftir af seinni hálfleikur hófst, komu fæstir inn í sal, stoppuðu í anddyrinu og horfðu þar á útsendingu frá leiknum. Það þýddi því ekkert að starta matnum fyrr en leikurinn var búinn og ekki laust við að væri farið að síga í sessunaut minn, hann var orðinn svangur. Og hefur minna en engan áhuga á handbolta. En leikurinn tók enda og við fengum að borða. Góður matur að mestu, Árni og Gísli kvörtuðu yfir að það væri varla lykt eða bragð af hákarlinum, ég veit ekki um bragðið en ég fann lykt.. Leikfélagsmeðlimir tóku að sér að skemmta blótsgestum og gerðu það á kostnað gesta mestan part ... hörkugaman hjá þeim. Á engan hallað þó að ég segi að þar hafi farið á kostum Kalli Ellerts og Sigrún Lovísa. Kalli er búinn að viðra svo oft grallarann í sér, en hún Sigrun ... þessi prúða og hægláta kona að breyta sér í svona frekar gleðilega ljósku....... þú ert snillingur Sigrún mín. Gerðu meira af þessu að rækta söng og leikhæfileika þína.
Annars lá við að ég hætti við að fara þegar ég sá miðann minn. Á honum stóð... ellilífeyrisþegar og unglingar .... ég er nefnilega viss um að ég tilheyri hvorugum hópnum.......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.