. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Löng og farsæl ......

Æfi að baki, Amma Sossa eins og hún var kölluð af börnunum mínum lést í gær, tæpra 85 ára að aldri, hún var fædd 23 júní 1925. Ég var efins um hvort ég sæi hana aftur hérna megin, þegar ég kvaddi hana um miðjan dag þann 16 mars síðastliðin, var á leið til London.  Lasin og döpur var hún en gladdist við að sjá nöfnu sína með mér .... duglega stúlkan mín ... og strauk um kinn þeirrar yngri.  Þetta hefur verið mér sterkur vani .... ekki úr landi án þess að kveðja þessa yndislegu konu sem leyfði mér að kalla sig mömmu í áratugi og reyndist mér ávalt sem slík.  Ég er rík að hafa átt tvær mömmur sem stoltar fygldust með mér við skírn minnar elstu dóttur þann 15 ágúst 1971 ..... Valgerður Soffía var svarið sem prestur fékk við spurningunni... hvað á barnið að heita?

Það er af svo mörgu að taka þegar hugsað er til baka,  endalausrar hlýju, umhyggju og bæna fyrir mér og mínum, kleinurnar sem hún færði okkur í kílóatali, jól á Hólabrautinni eftir að við fórum að fara í miðnæturmessu í Hólaneskirkju á aðfangadagskvöldi og svo í miðnæturkaffi til þeirra mömmu og pabba. 12 apríl 1993 var stór dagur hjá mér, tvöföld ferming og Vala og Gummi að gifta sig.  En það var verið að ferma líka á Sauðárkrók hjá Guðmundi syni þeirra .... hún sagði að guð hefði tekið frá sér að þurfa að velja, hún var lasin og því heima. Um kvöldið fóru þau því ungu hjónin til hennar í heimsókn og færðu henni brúðarvöndinn.  Fermingarbörnin fóru með og færðu henni líka blóm sem höfðu verið á fermingarborðinu. Seinna sagði hún að líklega væri hún eina amman sem hefði fengið brúðarvöndinn svona.

Gleði ... sorg ..... hversdagsleikinn, hún var alltaf til staðar, hvatti, huggaði og gladdist með glöðum ... það er stór hópur afkomenda hennar og eiginmaður til meir en sextíu ára sem syrgir nú um páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Systir góð, af hverju varðstu ekki prestur eða predikari ? Þú segir hugsanir þínar svo fallega. Innilegan samhug, elsku Halla.

Sigrún (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð sé minning hennar Halla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband