. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Til baka......

Eitt af því sem fru Halla gerði á letidögum sínum í Reykjavík nýlega, var að heimsækja þjóðminjasafnið.  Ekki var ég nú svo dugleg að eiga hugmyndina sjálf, Kristín vinkona ræsti út þær sem gátu ... til að skoða sérsýninguna ævispor, útsaumsmyndir tæplega áttræðrar konu.  Skemmst frá því að segja að þetta var mögnuð reynsla að sjá hvað konan hafði áorkað, því hún hannaði allar myndirnar sjálf eftir gömlum myndum héðan og þaðan.  Flestar báru þær trúarleg tákn, af bar fannst mér Maríumynd.  Ella Bogga var enn á Spáni svo ekki fór hún með okkur en svo sá ég að hún hafði farið fljótlega eftir að hún kom heim og ... sagðist hafa tekið Þorvaldartaktana við að skoða ... haft hendurnar aftur á baki því ekki mátti snerta myndirnar.  Ég gað ekki að mér gert að brosa því að ég hafði tekið eftir því hjá henni staddri uppi á Núpi í gönguferð að hún gerði þetta gjarnan... á sama hátt og hann, hafa hendur á baki á göngu.

Mig dreymdi hann í nótt, röltandi við kindurnar í brekkunum utan við túnið, glaðlegan á svip .... mér er enn hlýtt að innan ........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þessi sýning er bara algjör snilld og það sem konan hefur komið í verk hún hlítur að sauma á meðan hún sefur :)

Halla mín hendur þurftu sko að vera fyrir aftan bak því annars væri ég 'OVART búin að koma við áður en ég vissi af. og það kemur Þorvalar ró yfir mig er ég tek höndum saman aftan við bak :)

kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband