22.12.2010 | 12:40
Blogga strax, vantar fréttir......
Var það eina sem stóð í skilaboðum frá Kidda, var að finna þetta í skilaboðum inni á fésinu. Ég hef greinilega gleymt fyrirheitum um að reyna nú að standa mig sæmilega við bloggið........er ekki sagt að vegurinn til fja.... sé varðaður góðum fyrirheitum.
Ekki það að ég sé á leiðinni til fjandans, hreint ekki. Það er svosem ekki margt að frétta annað en nú er fjölgað hérna niðri, ekki krakki samt, Kiddi minn heldur er sambýlismaður Árnýjar fluttur norður. Kom norður í nótt, við höfðum áhyggjur nokkrar af honum á leiðinni sökum veðurs, hér var andstyggilegt veður nánast allan daginn í gær og fram á morgun, en náði ekki einu sinni vestur fyrir Gljúfurá. Það var svo blint að keyra í morgun að Árný sneri við á leið í vinnuna og var þá komin að vegamótunum við Skagastrandarveginn. Nú er hinsvegar orði albjart.
Göslinn og Svanhildur litu inn í morgunkaffi, hún hafði verið ræst af bróður sínum til að hjálpa til við póstútburð, hún var frekar úfin yfir að hafa þurft að vakna fyrir hádegi. Skapið skánaði við mömmukökur, túkalla og mjólk. Nú eru það að bera út og Óskar er búinn að moka hér stéttar og svalirnar svo ég geti nú hleypt hundinum út til að pissa... án þess að vaða snjóinn í hné. Svo þarf að fara í Mýra seinnipartinn og ljúka verkum í púdduhúsinu, Ragnar tínir á morgnana, Gísli og Árný hafa séð um restina með hjálp Svanhildar og Gösla ... eftir því hvort þeirra hefur haft tíma. Nú sér fram úr þessu, Óskar mættur á svæðið og tekur við vinnu þarna.
Héðan er annars allt gott að frétta bróðir sæll ... skrifa aftur á morgun eftir að skötuát er afstaðið í hádeginu ........ er fáanleg skata þarna á útnára alheimsins ?
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Ofsa ertu hugguleg við bróður þinn Halla mín :) Kannski er það í lagi.. því ég sá á fésbókinni að einhver gráskeggjaður öldungur hefur yfirtekið síðuna hans Kidda.. hann sem venjulega er ekkert svo svakalegur á að líta...
En að öðrum málum. Ég vil senda mínar bestu jólaóskir til ykkar allra þarna á Húnabrautinni, afkomenda ykkar og viðhengja!! Hafið það dásamlegt og njótið jólanna!
Knús :) Sif
Sif (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.