. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ný vika.........

Og ekki verið í forgang að pikka eitthvað hér inn. Seinnipartur síðustu viku hefði að skaðlausu mátt vera mér auðveldari viðfangs. Löngu var ákveðið að halda árshátíð bókhaldstofunnar þennan laugardag, sem reyndar væri líka hægt að kalla fjölskylduskemmtun.  Og ekki hægt að breyta því þó svo sannarlega hefði ég kosið að það væri hægt.  En kvöldið varð ágætt, vestur á Staðarflöt, góður matur og umhyggja þeirra Villu og Eiríks brást ekki .... svosem löngun ónefndrar í súkkulaði með kaffinu eftir matinn ( ekki ég ) eftir smástund var Eiríkur mættur með hálffullan höldupoka af súkkulaði og konfekti.  Því miður held ég að það hafi horfið ofan í okkur allt saman, tja nema kannski umbúðirnar. Þær eiga það til dætur mínar að setja einhvern einn í gapastokkinn við svona tækifæri og stríða ótæpilega, allavega er ég sannfærð um að héðan af veit Árni glögglega að strútur og storkur er alls ekki sami fuglinn, ef hann gleymir því verður einhver til að minna hann á þetta kvöld.  Hann slapp nú reyndar úr gapastokknum eftir matinn, þá stakk Gummi þar kollinum af sjálfsdáðum og sá um að skemmta sér og öðrum það sem eftir lifði kvölds.  Miðað við timburmenn þá sem hrjáðu hann í gærmorgun, ætti smíðinni á pallinum hjá þeim að vera lokið, það er að segja ef timburmenn af þessu tagi gætu haldið á hamri og sög.

Svo var haldið heim á leið eftir morgumáltíð í gærmorgun, þeirra sem lyst höfðu á slíku og/eða vöknuðu í tæka tíð.  Ég var komin heim um hádegisbil og hafði fataskipti í snarhasti  og svo var lagt af stað með Svanhildi og Smárann í fjárréttir uppi í Skrapatungu.  Þar er Sassan hennar ömmu í essinu sínu, löngu búin að læra mörk Sölvabakkabænda og dró af kappi.  Harðneitaði að koma heim með mér þegar ég var búin að fá nóg, Guðjón og Eva tóku að sér að koma henni heim í Mýra.  Og útgangurinn á henni, hjálpi mér sá sem vanur er ... hún háttaði beint ofan í þvottavél frænku sinnar, send í sturtu og fór heim í fötum af Árnýju og skóm af mér. En alsæl með daginn og alveg sama um skítinn, fegin að vísu að þrifin skyldu ekki vera lögð á spánnýja þvottavél mömmu hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég skal bara alveg viðurkenna það að það var víst ég sem átti súkkulaðihugmyndina... Og jeminn einasti hvað það var gott að fá örfáa mola af súkkulaði.... það var nú einu sinni nammidagur!

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Frábært að heyra að allir skemmtu sér vel. Ég er að spá í að stela kannski strúta brandaranum ef ég fæ tækifæri til

Fjóla Æ., 10.9.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband