. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Mér er líka nóg boðið.........

Til að gera langa sögu stutta, lesist hér..... http://www.annagisla.blog.is/blog/annagisla/      það er að segja seinnihlutinn af blogginu hennar dótur minnar.  Skítt með frystikistuna, hitt er öllu alvarlegra.  Í fleiri ár en ég man í augnablikinu hve mörg þau eru, hefur hún barist fyrir drengina sína af alefli en ekki alltaf haft erindi sem erfiði, eins og raunin er í þessu tilviki.  Nú er t.d til "á pappír" lausn fyrir drengina sem heitir félagsleg úrræði eftir að skóla lýkur á daginn.  En þegar leitað er eftir þessu...... því miður finnst ekki húsnæði og svo vantar líka starfsfólk.  En mikið rétt, þetta er til á blaði, það virkar bara ekki fyrir börnin.  Ég er ekki búin að gleyma hve illa gekk að fá inni í Hólabergi fyrir þá í skammtímavistun, þeir áttu réttinn, jújú, það var bara ekki pláss.  Það var heldur ekki pláss fyrir Sigtrygg í skammtímavistun sumarið eftir að þau fluttu suður.  Ég fékk inni fyrir hann á Sauðárkrók. þar hafði hann verið stundum í skammtímavistun meðan þau bjuggu hér, en nei, Reykjavíkurborg greiddi ekki fyrir börn búsett í borginni annarsstaðar, þeir höfðu eigin úrræði. Það var fátt um svör þegar ég benti ágætri konu sem ég ræddi þetta við, undir hennar starfssviði var þetta mál hjá borginni. Samtali okkar lauk með því að ég sagði henni að drengurinn færi í vistun á Króknum, reikningurinn yrði sendur borginni, ráðlagði henni að greiða um leið og snepillinn bærist, ég var búin að kynna mér að sólarhringurinn fyrir norðan var svolítið ódýrari en í Hólabergi.  Þakkaði henni svo fyrir samtalið og lagði á.  Hef ekki heyrt í henni síðan ... og fygldist vel með að Anna fengi ekki reikninginn.  Einhverntíman man ég líka eftir því að hafa viðrað þá hugmynd við þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússon, að hann vildi kannski prófa að hafa bræðurna í gæslu, bæði í vinnu og heima sossum eins og í viku, það myndi örugglega flýta fyrir skilningi hans á vandræðum foreldra sem væru að berjast við ríkið til að fá eitthvað meira til hjálpar en falleg orð á blaði.  Af því að ég þekkti hann að góðu einu gat ég rætt þetta við hann, en það kom fljótlega í ljós í spjallinu að einhverfu vissi hann harla lítið um.  En það virðist vera sama sagan hjá ríki og borg, það er til nóg af peningum ef "þarf" að endurnýja skrifstofur eða bíla, nú eða senda sendinefndir út og suður um allan heim helst.  Annað mál ef þarf að borga laun fólks sem léttir fötluðum og sjúkum tilveruna, nú eða byggja yfir þjónustu sem þetta sama fólk á rétt á ..... þá er ekki til króna.

Eitt kom líka upp í spjalli okkar Önnu minnar í morgun.  Hún fullyrti að það væri allt upp í hálfsárs bið eftir viðtali við borgarstjóra.  Hvernig í ósköpunum er þetta hægt, mér er spurn?????????

Best að hætta núna, ef einhver er ekki viss um hvernig mér er innanbrjósts núna, þá skal það upplýst hér með .... ÉG ER ÖSKUREIÐ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Já, lausnirnar eru vissulega til á blaði eða jafnvel mörgum blöðum en... það virðist einhverra hluta vegna oft vera erfitt að fylgja þessum lausnum eftir. Ég hef svo sem lent í því. En síðan er eitt sem er líka ekki nægilega gott. Það er ef einhver bráðabirgðalausn fæst þá er eins og hætt sé við að finna varanlega lausn.

Fjóla Æ., 12.9.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Árný Sesselja

Það ætti bara að prufa að fara með börnin til þessara bjána og sýna þeim fram á að það þurfi virkilega á að halda að finna lausn fyrir þau sem er ekki á blaði heldur í gjörð !

Bara asnalegt að láta svona út úr sér..... 

Árný Sesselja, 12.9.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband