. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Rok en ekki rigning.........

Mætir mér snemma morguns og talvan í fýlu og vildi ekkert fyrir mig gera til að byrja með, hvorki hleypa mér inn á netið eða leyfa mér að blogga.  Lét hana því hugsa sig um á meðan ég fékk mér morgunhressingu og lauk við að lesa sunnudagsmoggann, mér tókst ekki að ljúka því í gærkvöldi. Eldsneytið á mér var þrotið fyrir kvöldmat, held að ég hafi verið háttuð fyrir klukkan níu.  Gísli þorði ekki annað en fara "einusinni enn" upp í Mýra seint í gærkvöld, það spáði svo illa, þvottahússgluggin opinn fyrir kisu og best væri að athuga vel alla glugga og hurðir fyrir nóttina.  Vonandi er allt á sínum stað þegar hann kemur uppeftir á eftir, reiður köttur sem kemst ekki út að pissa, hús og hænsnakofinn, já að ógleymdri geymslunni.

Ég ætla að vera hér heima í dag veit þó ekki hvort mér tekst að ýta áfram verkum síðustu tveggja daga. Það er að setja upp fleiri hillur úti í skúr, veggurinn reyndist vera hæfur til að setja þar upp hansahilluvegginn minn. Þá er komið að því að tæma fleiri kassa svo að verði fært um klósett og forstofu, þar eru slatti af kössum sem bíða eftir losun.

 

Mér verður ekki að ósk minni, Anton og Elísa mættu fyrir hádegi, mamma þeirra er á leiðinni til London með grunlausan eiginmanninn, allavega þangað til að hann kemst að því að pabbi hans er að ferja hann í veg fyrir konuna sem ætlar að koma honum á óvart, en ekki að ná í gamlan bíl sem var sagan sem pabbi hans plataði hann af stað með.  Elísa var með hita í gær svo hún fer ekki út í dag allavega.  Rétt áður en þau komu, duttu Svanhildur og Þorsteinn inn um dyrnar.  Eftir viðgerð á buxunum hans Þorsteins (ónýtur rennilás) fóru þau aftur, með Anton með sér og ætluðu í fóbolta og svo að horfa á boltaleik í sjónvarpinu.  Mér tókst reyndar að ginna þau hér heim í millitíðinni með nýelduðum grjónagraut.  Nú sefur Elísa svefni hinna réttlátu í rúminu mínu, sagðist vera þreytt og það væri rok.....þetta með þreytuna kannast ég við að reyna að sofa af mér en rokið verður örugglega bara verra þegar hún vaknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ef ég hefði vitað af rennilásnum biluðum þá hefði hann ekki farið út í þessum buxum ! Takk fyrir viðgerðina :)

Gerða Kristjáns, 23.9.2007 kl. 20:52

2 identicon

Þú veist að mér þykir gaman að þessu, hann hefði líka alveg mátt koma með þær í poka, það gerir Svanhildur..........

Frænka.... (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Takk elsku mamma fyrir hjalpina.  Thad var ofsalega gaman ad geta haldid thessu leyndu alveg thangad til ad vid vorum komin af stad ur Borgarnesi.  Hann aetladi samt ekkert strax i eitthvar ferdalag med mer... aetladi ad skoda bil med pabba sinum fyrst :) 

Knusadu ormana mina alveg spes fra mer... sakna theirra mikid!

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband