. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Morgunpistill letingjans......

Ég nenni ekki neinu í augnablikinu, þarf að koma hinu og þessu á sinn stað, sumt á leið í geymslu, annað á leið í rauðakrossinn, ruslið út í tunnu, eitthvað þarf að komast út í athvarfið mitt (skúrinn)........best að blogga aðeins.  Nú er komin endanleg mynd á sjónvarpsherbergið, Gísli kom heim úr síðustu suðurferð með ósamsettan skáp undir sjónvarpið.  Þau drifu í að setja hann saman strax, í hálfnuðu verki klemmdi Árný sig og hætti þar með en Árni tengdasonur hafði hætt sér í dyrnar og var ekki sleppt út fyrr en skápurinn var kominn heill á sinn stað. Árný var búin að færa tölvuna og allt dót tölvunni fylgjandi virkaði fínt á nýjum stað.  En ADSL tengingin á sjónvarpinu hafði aldrei virkað þrátt fyrir töluverðar tilraunir í þá áttina.  En viti menn, Árni fiktaði þangað til að tengingin datt inn . mikið takk.... fiktari góður.

Við áttum brúðkaupsafmæli í gær, við Gísli, 34 ár síðan við stóðum fyrir framan altarið í Undirfellskirkju og hétum hvort öðru að fylgjast að eftirleiðis.  Og tekst enn.  Vorum reyndar þrjú þarna við altarið. Annan var rétt ófædd, átti reyndar að fæðast þennan dag en beið til 10 nóvember. Já minnst á Önnuna, ertu hætt að blogga eða ertu bara enn að taka upp úr töskunum eftir Bostonferðina.....

Það er sviðamessa í kvöld hjá Lion og þar sem húsbóndinn  ætlar þangað, ætlar kona hans í sveitina með föndurdót og svið í farteskinu, við mæðgur ætlum að gera okkur glaðan dag  saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Nei mamma mín ég er ekki hætt að blogga og ég er löngubúin að ganga frá þessu lítilræði sem ég verslaði í Boston   Málið er að þegar maður fer í svona kæruleysisferðalag á skólabókanna bíða þær bara með verkefnum og svoleiðis þegar heim kemur.  Ég er s.s. búin að vera á kafi í verkefnavinnu sem sér reyndar fyrir endann á núna.  Kannski ég bloggi obbolítið í vinnunni í nótt ......

Anna Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Úbbs ég gleymdi ......
Til hamingju með gærdaginn elsku mamma og pabbi

Anna Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 11:51

3 Smámynd: Árný Sesselja

takk fyrir kvöldið og daginn mamman mín... þetta var ofsalega gaman.  Vonandi getum við gert þetta aftur fyrir jólin...

Árný Sesselja, 27.10.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband