. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Framhald enn.....

En síðasta færslan held ég, nefið er að skána, hægt og bítandi ... og pappír innan seilingar svona til að forða slysi.

Það var ekki fyrr en aðfaranótt mánudags sem við urðum vör við rigningu en sú var líka glæsileg, alveg eins og hellt væri úr fötu.  Ég hentist út á svalir til að skoða og svei mér þá ég hefði getað notað þetta í sturtustað, en af tillitsemi við aðra nágranna en Sigrúnu og Mumma, hypjaði ég mig aftur inn og svo uppí, það var svo ókristilega snemmt.  En kvöldið áður en við fórum heim löbbuðum við á uppáhaldstaðinn okkar kínverska í "síðustu kvöldmáltíðina" .  Það var aðeins farið að dropa svo við hvötuðum för eftir getu og sluppum lítið blaut undir þak.  En það var til lítils því þakið var varla hæft til að standa undir því stóra nafni, svo ég bað um flutning að borði sem við yrðum ekki vatnsósa við að snæða. Það var létt yfir okkur að venju, gott ef þetta var ekki "græna" kvöldið okkar. Og það var hætt að rigna þegar við ultum, ja eða gengum heim, alveg stútfull ..... af mat.

Heimferðahrellingar.

Þær hófust eiginlega strax  við komu á flugvöll, þrátt fyrir að vera mætt of snemma í innritun, tók hún eina og hálfa klukkustund. Í innrituninni á okkar flugi gekk ekkert upp, en hjá Ævari og Ingibjörgu fluggekk þetta, þau voru komin í gegn tæpum klukkutíma á undan okkur hinum. Að hluta til óþolinmæði okkar íslendinga að kenna, í stað þess að mynda einfalda röð að hvoru borði sem innritaði var hvor röð orðin þreföld, fólk kom utan á röðina, tróð sér inn á milli ..... og lái mér hver sem vill þótt væri farið að síga í mig og því óvenju snakill þegar ég komst loks að, með passana okkar Gísla + Sigrúnar og Mumma í hendinni og segði þeim að koma með töskurnar, þau höfðu lent aðeins á eftir okkur í hrindingunum og hrærigrautnum.  Einhverjir aftan við mig hvæstu. Kannski líka vegna þess að ég hafði hleypt fram úr mér gömlum manni sem var greinilega með parkinsons einkenni á háu stigi og hafði hann eiginlega í skjóli við mig síðustu metrana að borðinu svo hann ylti ekki hreinlega um koll. Alltént var mér slétt sama þótt brussan sem á eftir mér var og búin að keyra margoft aftan á fætur mína ... þyrfti að biða svolítið í viðbót.  En boardingpassana fékk ég þegar ég var búin að borga 5 kílóa yfirvigt, sem hefði verið meiri, ef Gísli hefði ekki verið svo viss um að farangurinn væri of þungur, að hann kippti upp bakpokanum okkar sem innihélt öll blöðin sem mér höfðu áskotnast í túrnum.  Inn í gegn og þá var farið að ýta á eftir farþegunum sem enn vantaði um borð í 2671 til Íslands.  Enginn tími til að fá sér eitthvað að eta né drekka, Mummi reyndar náði sér í vatn sem átti sko eftir að koma sér vel.  Þessi eftrirrekstur var nefnilega til þess eins að sitja í klukkutíma og fjörutíu mínútur og bíða eftir flugtaki.  Og ekki bætti þetta skap manns. Þegar á leið biðina sé ég að það er farið að taka töskur út úr vélinni aftir .... og þær voru margar.  Það var ofbókað, flugfreyjur í vandræðum við að greiða úr flækjunni því að sumt af þeim sem ofbókaðir voru, sluppu út í vél... með farangurinn.  En loks hypjaði vélin sig frá og af stað, og eftir stóðu þrír farangursvagnar með samtals 90 töskum.  Ég fann nú kannski ekki mest fyrir biðinni, þökk sé bók sem var í veskinu mínu og saumadótinu mínu.  Engin flugfreyjanna var íslenskumælandi og tvær þeirra,amk töluðu bara spænsku, svo að það var kannski afsakanlegt að enginn segði frá að slatti af farangri hefði verið skilinn eftir.  En það var heldur enginn sem gerði það eftir að heim var komið og töskur skiluðu sér ekki.  Það var ekki fyrr en ég dró einhverja konu frá þjónustuborði sem ég fann eftir leit til að koma fram og skýra þetta.  Við fengum hvoruga töskuna okkar, við Gísli og ekki heldur Sigrún og Mummi.  Sem var til þess að þau keyrðu heim um kvöldið, öll lyf okkar Mumma voru í týndum töskum.

Fimmtudagur leið og föstudagur líka og enn engar töskur. Ég tékkaði í hádeginu og skal láta duga að viðurkenna að svörin sem ég fékk voru hreint ekki mér að skapi. Á laugardagskvöld hringir Árný sunnan úr Reykjavík .... mamma,  töskurnar þína eru upp á skála. Ég þangað og þar var önnur taskan mín og önnur þeirra.  Mín ónýt og úr henni lak það sem átti að vera manni til sælgætis á steik og amerískar pönnukökur um jólin.  Ég opnaði hana varlega og hjálpi mér sá sem vanur er, svona er ekki venjulega útlits farangurinn manns. Snyrtitaskan mín ónýt, handavinnutaskan skemmd ..... og fötin, oj bara.  Síðan er þvottavélin mín búin að vera í nánast fullu starfi og ef einhver finnur skrýtna lykt af mér á næstunni........ þá er ég bara með nýjustu ilmvatnslyktina frá Spáni. Seinni taskan mín birtist svo frá Akureyri í morgun og taskan hennar Sigrúnar kom í hádeginu, og ... þær voru með heilu og óskemmdu innihaldi.

Það er ekki laust við að mér sé létt yfir að farangurinn sé allur kominn til skila og uppúr stendur að þessir dagar voru yndislegir og okkur leið vel...... öllum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úff er það nú meðferð á dótinu !!

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég er ekki hissa þó þessi sem kom í morgun hafi verið óskemmd, það var örugglega ekkert í henni nema grjót !!! Þvílíka hlassið !!

Gerða Kristjáns, 27.11.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: .

Gerðan mín. ég er búin að vikta þessa tvo steina sem voru í töskunni og þeir náðu ekki 100 grömmum samanlagt..... þetta var sko ekki grjót. Ætla að taka með pundara til London í mars ..... til að vikta grjótið þitt og mitt og hinna, tíhí.........

., 28.11.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband