. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Framhald.....

Öll vorum við ferðafélagarnir tiltölulega sátt við íbúðirnar okkar við komu í þær seint um kvöld.  Helst að við kviðum því að ekki væri hægt að hafa opinn glugga á svefnherbergi að næturlagi sökum þess að hann sneri út á svalir sem gengið var um inn í okkar íbúðir og fleiri.  Held nú samt að glugginn hafi bara verið aftur fyrstu nóttina nema hjá Ingibjörgu og Ævari, þar sneri glugginn beint út að stigauppgöngunni úr anddyrinu, okkar íbúðir voru töluvert fjær. Og hlið við hlið, ekki var það verra. Fyrsti dagurinn fór í grenndarkönnun og komufund, já og prófa sólina. Um kvöldið fundum við þennan fína kínverska veitingastað til að borða á .  Þar var sko gott að vera, þjónustan til fyrirmyndar og maturinn snilldargóður. Við höfðum pantað saman þannig að þetta voru fjórir réttir og súpa á undan. Eftir súpuna og fyrri matarskammtinn strauk Ævar  um magann og var saddur ...... og skelfingarsvipurinn sem á hann kom þegar Gísli sagði rólega .... aðalrétturinn er eftir.  Hann hélt greinilega að Gísli væri að ljúga að sér.

Morguninn eftir höfðum við pantað okkur ferð í dýragarð, Ævar sagðist ætla að heilsa upp á vini sína og ættingja ( asna og apaketti) . Ferðinn var aflýst sökum ónógrar þátttöku en við erum þrá og fórum þetta bara á eigin spýtur seinna í vikunni og reyndist ótrúlega auðvelt... og gaman. 

Ég sé að það verður lööööng færslan ef ég ætla að rekja svona hvern dag, svo ég stytti þetta.

Gönguhrólfarnir frá í fyrra, Gísli og Mummi, voru duglegir við að hreyfa sig, þeir viðruðu forvitnina og sjálfa sig næstum alla daga. Seinni sunndaginn gengu þeir alla strandlengjuna inn á svokallaðan Laugaveg ..... og Sigrún með þeim. Þolið okkkar hinna leyfði þetta ekki svo við tókum bíl þangað og röltum um á markaði sem þarna var og hittum þau síðan , þökk sé "símaófétinu", gemsanum.  Við fórum líka í skoðunarferð að El Teide, hæsta fjalli eyjunnar, skoðuðum eyjuna La Gomera í fygld Jörundar Guðmundssonar eftirhermu og fórum svo hringferð um Tenerife, nema Sigrún og Mummi, þau voru búin að fá nóg af rútum og voru heima.  Eiginlega sem betur fer, því Mummi var varla búnn að jafna sig af astmakasti og rútan var ömurleg .... mér tókst að ofkælast þennan dag og er ekki orðin góð enn.  

Okkur leið að öllu jöfnu óskaplega vel saman, endalaust gat Ævar séð okkur fyrir hláturskasti oft á dag, aðallega þó við að lesa matseðla. Sænska orðið fleskekött var til hástemmdra yfirlýsinga um að hann ætlaði sko hvorki að eta ófleginn né  fleginn kött, ekki nú og ekki seinna. Þjónninn kom í hendingskasti til að athuga hvort eitthvað væri að og þá lágum við hin að sjálfsögðu nánast fram á borðið í hláturskasti.  Til allrar guðslukku vorum við einu íslendingarnir á þessum stað þetta kvöldið.  Og sushi maturinn, jésúspéturjúlíus og allir hinir.  Þetta var hann sko alveg til í að smakka.  Maðurinn sem  fær flog við sitt eigið eldhúsborð sé maturinn ekki gegneldaður ...... pantaði sér hráan mat.  Sem og kona hans, Sigrún og Mummi.  Við Gísli héldum okkur á varfærnari slóðum í matarvali.  Jújú, maturinn kom og þau höfðu pantað þetta nokkuð fjölbreytt svo væri nú hægt að smakka hjá hinum. Á diski Ævars var svona græn sletta af einhverju sem við vissum ekki hvað var að sjálfsögðu, en hann  setti skammt af slettu þessari á lítinn bita eins og um venjulega rababarasultu væri að ræða..... smjattaði aðeins en bara stutt og guð minn góður..... allt í einu galopnaði hann munninn og út skutust grjón og torkennilegar grænar flyksur langt fram á borð.... og hvæsið sem á eftir fygldi þýddum við í hvelli .... vatn strax.  Það var að sjálfsögu ljótt af okkur hinum að hlæja svona brjálæðislega að þessu, við gátum varla rétt honum meira vatn fyrir hlátri. En Ævar er hetja og náði að slökkva þennan logandi eld í munni sínum og gat haldið áfram að borða, en grun hef ég um að restin af þessari grænu slettu hafi verið ósnert eftir þetta, aðeins fengið ljótt hornauga.

Búin að pikka þetta í þrem áföngum síðan um fimm í morgun, með hléum.  Helmingurinn af töskunum skilaði sér í gærkvöldi, hversvegna er efni næsta kafla....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hehe æj...ég mun passa mig á grænum klessum í framtíðinni. Rosalega hefur verið gaman

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 11:09

2 identicon

HAHAHAHA, ég hló upphátt!

Afi minn er og verður alltaf mjöööög sérstakur !!

En gott að þið skemmtuð ykkur vel úti ..

Hafrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég er í kasti yfir honum föður mínum og sé þetta svo ljóslifandi fyrir mér með græna matinn.

Fjóla Æ., 25.11.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég vildi að ég hefði verið þarna með ykkur !

Anna Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 20:11

5 identicon

ég sá það nú samt fyrir mér með rjúpurnar í denn hann þurfti að reykja 2 pípur tila ðgeta borðað aftur.. en jáá, þetta er eitthvað sem bara hann afi gerir

Hafrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:41

6 identicon

Maður bíður bara spenntur eftir framhaldi.....

Anna Magga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband