. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Get ekki sofið........

Hvað gerir maður þá?  Byltir sér til að byrja með marga hringi, snýr við sænginni .... og gefst upp.  Allavega er ég búin að vaka síðan um fjögur og sé ekki fram á breytingu þar á svo ég fór bara framúr og sit nú við tölvuna. Best að blogga aðeins.

Ég eyddi megninu af gærdeginum uppi á Mýrum hjá Árnýju, fyrst við að ljúka verkum og svo fórum við að baka smákökur.  Að vísu gleymdi ég uppskriftabókinnni minni gömlu  heima en hélt það nú í lagi, búin að baka þessar kökur fyrir hver einustu jól síðan ég fór að búa, ég hlyti að muna uppskriftirnar.  Það reyndist vera rangt hjá mér, við mæðgur skildum ekkert í hversvegna túkallarnir urðu svona skrýtnir, það var ekki fyrr en í annarri tilraun sem ég sá mistökin. Þeir voru nú samt ætir.  Mömmukökurnar heppnuðust hinsvegar vel.  Túkallarnir, spyr einhver?  Þetta eru kókosbitakökur með súkkulaði, og Kiddi bróðir á þessa nafngift á þeim, hann reiknaði einhverntíman út hvað hver kaka úr einni uppskrift kostaði og það var túkall = tvær krónur.  Næsti bakstur verður framkvæmdur með skrudduna uppi á viftunni þar sem hún er vön að vera meðan ég baka ........ eitthvað annað en vandræði.

Jólin þokast nær og þrátt fyrir góð áform um að vera nú ekki á síðustu stundu við jólagjafakaup og annan undirbúning jóla, er ég harla lítið farin að gera, jú hengja upp ljós um alla íbúð  með aðstoð Gísla.  Eitthvað af þessu ljósadóti virkar samt ekki og það skal athugast um næstu helgi í borg óttans.  Jólahlaðborð á föstudagskvöldið, líka á laugardagskvöldið, gista á Sögu ........ letilíf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Mig langar í kökur

Gerða Kristjáns, 5.12.2007 kl. 10:03

2 identicon

Sael systir. Ekki hefdi eg a moti nokkrum kokum nuna. Hvad kostar annars tukallin i dag?

Kristjan Jokulsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: .

Ég vildi svo gjarnan að þú værir kominn í kökuát hér heima Kiddi minn, en verð á túkallinum veit ég ekki í dag, þú ættir að framreikna þetta. Það er nú svo stutt fyrir þig Gerða mín í kökur hjá mér ....

., 5.12.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband