. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Helgin er hálfnuð......

Og ég er ekki vestur á Sögu á jólahlaðborði númer tvö um helgina.  Jökull hringdi í nótt þegar ég var nýsofnuð , þá var verið að flytja Birni litla bráðaflutning á barnaspítalann, hann hafði hætt að anda í slæmu hóstakasti og blánað upp, en náð sér aftur af stað kominn út á tröppur og hristur duglega.  Jökull var inni í Reykjavík að vinna svo hann náði í mig og ég tók við stóru börnunum sem voru öll á Bergveginum um helgina.  Birnir litli er með RS vírussýkingu  en er að jafna sig, ég var með hann miðjuna úr deginum svo mamma hans kæmist í sturtu og aðeins út, en skipti svo aftur og nú gætum við afi bús og barna hér á Bergvegi 10.  Meðan ég er að blogga er Gísli að koma börnunum í háttinn.  Stendur sig eins og sönnum afa sæmir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Sussubía !!  Ekki gott að "heyra"   Vona að hann nái sér sem fyrst.

Gerða Kristjáns, 8.12.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Ragnheiður

Úff rosaleg reynsla hefur þetta verið fyrir viðstadda. Situr enn í mér krampi sem Hjalti fékk agnarlítill,hitakrampi. Hann blánaði og hætti að anda.

Bestu kveðjur og vonandi batnar litla kút

Ragnheiður , 8.12.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Vona að Birni litla sé farið að líða betur. Hann er í góðum höndum á Barnaspítalanum. Heppilegt að þið skilduð vera hér fyrir sunnan og geta tekið hin börnin að ykkur á meðan. Það er nægilega mikið mál að vera með veikt barn á spítala þó ekki bætist við að hafa áhyggjur af hinum heima.

Fjóla Æ., 9.12.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Auðvitað stendur afinn sig í þessu

Bestu kveðjur til 102 dalmatíuhundanna  og knús á þau öll

Rannveig Lena Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband