. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Hinsta kveðja, hjartans þökk.......

Enn koma breytingar í rammann minn, úr honum molnar smátt og smátt,  Nú kveð ég í dag eitt andlitið úr æsku minni sem alltaf hefur verið á sínum stað, Elsu frá Balaskarði. Hún og systir hennar Gilla eru svo samofnar í bernskuminningum mínum að þar verður ekki skilið á milli, enda tvíburar.  Í bernsku fannst mér ekkert breytast, nema ég stækkaði.  Og þó, fimm ára gömul missti ég afa minn og tveim árum seinna dó amma mín og nafna.  Þau voru eina fólkið sem hvarf  mér ungri.  Ég elst upp við að þarna voru þau Peta og Sófus í Tungu, já og Sigga, á Balaskarði Ingvar, Signý, Sóla og tvíburarnir, Torfi og Agga á Mánaskál, Björg og Dóri á Úlfagili, Beta og Þorvaldur heima á Núpi og svo mamma og pabbi.  Þetta er fólkið sem gaf bernsku minni líf og lit, nú lifa þrjú þeirra, foreldrar mínir og Gilla. 

Ég er líklega að eldast ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Hef einmitt verið að hugsa um æskuárin og þá sem voru í lífi mínu þá. Kannski er ég líka að eldast eitthvað?

Farðu vel með þig vinkona.

Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðrún Ösp

samhryggist þér Halla mín og man vel eftir þeim systrum.  Gott að sjá þig í gær... sjáumst allt of sjaldan.  knús til ykkar allra

Guðrún Ösp, 18.12.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Gerða Kristjáns, 18.12.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Árný Sesselja

Árný Sesselja, 19.12.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband