. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Maður/kona ársins..........

Konur eru jú líka menn, þótt svo biskupi okkar hafi þótt hæfa í predikun sinni að benda"hógværlega" á að nú sé orðin þörf á að taka meira tillit til karlpenings landsins en gert er nú til dags.  Ég heyrði ekki þessa predikun sjálf en ef einhver getur bent mér á hvar ég gæti lesið predikun biskups frá því á aðfangadagskvöld, yrði ég afar þakklát.  Sé þetta rétt eftir honum haft ..... ja þá skortir mig orð. 

Þeir sem þekkja mig vita að það er ekki algengt.

 Mér koma svo sem margir í hug, efst standa þau þó Guðni Ágústson og Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir.  Guðni fyrir þrautseigju sína og "lifa af" ótaldar tilraunir manna til að stytta hans pólitísku tilveru eða helst ljúka ...... og Þórdísar Tinnu fyrir þrautseigju sína og lífsgleði í harðri baráttu við illvígt lungnakrabbamein.  Viðhorf hennar til lífsins er um margt eftirtektarvert og aðdáunarvert, alltaf er þó í efsta sæti hjá henni prinsessuprikið, en svo nefnir hún títt níu ára gamla dóttur sína. Ég tæki ofan hár mitt fyrir þessari hetju hversdagslífsins, væri henni eitthvert gagn að því, annað hef ég ekki að taka því hatt nota ég sjaldan.

Enn og aftur konur eru líka menn og fyrir mér er Þórdís Tinna 

MAÐUR ÁRSINS. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessu er ég sko hjartanlega sammála, Þórdís Tinna er maður ársins

Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Sammála ..... Konur eru líka menn og Þórdís Tinna er maðurinn

Anna Gísladóttir, 27.12.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband