. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Síðasti dagur ársins.........varúð, þetta er langt.

Og ég er að gera það upp við mig hvað skal skrifa í tilefni dagsins.  Ef ég skrifa um allt sem mig langar til .... verð ég að læsa færslunni og vita hverjir lesa.  Vinir mínir flestir og fjölskyldan vita hvers vegna.  Ergo..... ég ætla að vera kurteis og hella ekki úr pokanum sem ég hnýtti fyrir ..... fyrir svo sem eins og ári síðan.

En men hvað mig langar til að opna pokann upp á gátt og láta botninn snúa upp........

Árið varð mér um margt erfitt, mér gengur illa að hemja í mér átfíkilinn, guði sé lof fyrir að ég get þó talað um það í stað þess að hörfa inn fyrir þröskuldinn, skella á eftir mér og BORÐA.  Ég veit að það er ekki til neins að kenna því um hve margt gekk á í fjölskyldunni, en verð þó að viðurkenna að það hjálpar manni ekki mikið að líða illa marga daga, horfa upp á annarra vanlíðan og geta ekkert gert nema tekið utan um viðkomandi.  Svona vanlíðan í kringum matarfíkil endar því miður oft í ísskápnum...... og sonur minn sæll, já og Svanhildur, það er þess vegna sem ísskápurinn hennar mömmu/ömmu lítur oftast að ykkar mati út eins og eyðimörk. Það er nefnilega eitt ráðið að hafa téðan skáp ekki troðinn af einhverju fitandi, sem flytur utan á mömmu/ömmu og heldur að eigi að hlaðast upp utan á henni.  Punktur.

Þetta ár byrjaði með dvöl í Hveragerði hjá mér sem og næsta gerir líka.  Dvölin á þessu ári litaðist mjög af veikindum tengdapabba sem fór í geislameðferð til að reyna að tefja krabbamein í lungum.  Hann eyddi 95 ára afmælisdeginum sínum hérna hjá Gísla og ég veit að þrátt fyrir allt áttu þeir góðan dag 10 janúar.  Daginn eftir fór hann suður með Lenu  og næstu dagar og vikur lituðust af hrakandi heilsu hans meðan geislarnir voru reyndir, og ég veit að feginn var hann þegar hann komst aftur heim, en þá var svo komið að það varð að vera alveg hjá honum.  Það hélt hún stóra systa mín, Sigrún, utan um af stakri prýði, með aðstoð Mumma, og svo okkar hinna sem erum hér á svæðinu.  En það urðu ekki margir dagar sem hann eyddi á sjúkrahúsi í lokin og það var okkur stór gjöf að geta verið hjá honum hverja stund og verið mörg hjá honum daginn sem hann kvaddi okkur.  Hann sagði oft að hann væri ríkur, og víst var hann það, með sinn stóra afkomendahóp, sem hann var stoltur af.  Og hópurinn stækkaði þessa dimmu daga, 29 janúar eignuðust þau Oddný og Jökull soninn Birni Snæ.

 Að kvöldi 31 mars kvaddi tengdapabbi þessa veröld og 10 apríl fór fram útför hans frá Blönduósskirkju að viðstöddu fjölmenni.

Snemmsumars, þann 30 júní giftu þau sig, Annan mín og Óli í Árbæjarkirkju, yndislegur dagur sem við öll nutum vel. 

 Efrimýrar voru á sölu allt árið og síðsumars var þetta ferli farið að toga svo illilega í taugar okkar Gísla að við gripum fegins hendi boð þeirra Oddnýjar og Jökuls að verða þeim samferða til Torreveja á Spáni í 10 daga, þangað voru þau að fara með Magneu og Smára, já og svo auðvtað Birni litla Snæ.  Þetta urðu indælir dagar með þeim og kærkomin hvíld.  Litli kallinn var oft í skjóli afa og ömmu meðan foreldrarnir voru að skrattast við eitthvað með stærri ungunum, sem hvorki var við hæfi gamalmenna né ungbarna.  Heim komum við sólbrunnin og svolítið brún og mun betur í stakk búin í slag við komandi daga.

Ekkert gerðist samt í sölumálum fyrr en  morguninn sem við fórum til Tenerife í nóvember byrjun, við fórun með tilboð í jörðina í farteskinu.  Tókum því eftir töluverða naflaskoðun en ótal þröskuldar og tafir urðu til þess að þessu verður ekki landað endanlega fyrr en núna í janúar. Ferðin var mjög góð, í félagsskap þeirra Sigrúnar og Mumma, plús Ingibjargar og Ævars, ekki spillti að hafa þau með.

Stóðréttir í haust er nokkuð sem ég gleymi seint, Kristján bróðir birtist þar óvænt í göngum, ég nuddaði augun og opnaði aftur, en.... hann var þarna samt, ég var ekki að sjá ofsjónir.  Mikið óskaplega var gaman að sjá hann svona óvænt, þótt hann stoppaði stutt.

Desember er búinn að vera svolítið dimmur , Birnir litli fékk RS vírusinn og er ekki búinn að jafna sig alveg ennþá, Árný hefur verið mjög slæm í baki síðan um miðjan mánuð og Gummi hennar Völu lenti inn á sjúkrahúsi í gær, með nýrnasteina.  Er að vísu heima í leyfi núna, en hafður undir eftirliti, bæði læknis og konu sinnar.

Svanhildur mín var fermd í vor og Gísli yngri er kominn í fjölbrautarskóla á Selfossi, Árný mín er orðin ein í sveitinni með kisu sína, það er sem sé margt breytt í kringum mig.

En ég segi eins og tengdapabbi... ég er rík að eiga svona stóran hóp barna og barnabarna sem öll umvefja okkur foreldrana hvenær sem á þarf að halda. Ég á líka vini sem ég get alltaf leitað til og það er líka mikils virði.

Í lok árs ..... gleðilegt komandi ár, allir þeir sem lesa það sem mér dettur í hug að setja hér inn og hafið þökk fyrir þolinmæðina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Love you

Gerða Kristjáns, 31.12.2007 kl. 18:03

2 identicon

Sael systir.

Thad var gaman ad geta skemmt ther i haust, theirri ferd gleymi eg seint. Vonandi sjaumst vid a nyju ari.

 Thad er eins med matarfikn og adra fikn thad kostar atok ad stjorna ferdinni. En mundu ad thad er allt haegt bara spurning um asetning.

Eg skal jata ad thad vanntar talsvert ad geta ekki farid i sveitina, en thad verdur ad lita fram a veginn, timarnir breytast og mennirnir med  segir einhverstadar.

Oska ther og thinum ars og fridar.

Kvedjur ur solinni Kristjan Jokulsson og fjolskylda Walvis Bay

Kristjan Jokulsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Ragnheiður

Indæl færsla hjá þér Halla mín, gleðilegt ár og takk fyrir allt.

Ragnheiður , 31.12.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Árný Sesselja

Gleðilegt ár mamma mín Mundu að ég elska þig og pabba.....

Árný Sesselja, 31.12.2007 kl. 22:15

5 identicon

Gleðilegt ár Halla mín til þín og þinna og takk fyrir árið sem er nýliðið,  sjáumst fljótt á því nýkomna kv. ebj

Ella Bogga (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 11:02

6 identicon

Gleðilegt ár Halla mín og Gísli . Þökkum allt gamalt og á nýju ári eigum við eftir að bralla ýmislegt. Gangi þér vel að endurnýja á battaríunum. Farið vel með ykkur KV.Ingibjörg

Ingibjörg Jósefsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 14:55

7 identicon

Já árið 2007 var erfitt, líka hjá mér. En ég átti þína öxl og þú átt alltaf mína öxl. Nú er 2008 komið og mikið verður það frábært hjá okkur báðum. Hlakka til að sjá þig og hlægja með þér allt árið. Þú ert frábær vinur.

Kristín (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Guðrún Ösp

Gleðilegt ár elsku Halla.  Eigðu yndislega daga í Hveragerði.  Árið 2008 verður þér bjart, vittu til.  Þú ert að fara inní góða tíð.  knús héðan út heiðinni

Guðrún Ösp, 1.1.2008 kl. 23:39

9 identicon

Mínar bestu kveðjur til ykkar allra þarna á Blönduósi...

kannski stoppa ég nógu lengi í sveitinni næst til að demba mér í einn skreppitúr á dósina... 

hafið það allavega huggulegt !!!  kys&knús

Sif (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband