28.1.2008 | 10:31
Ekki svo slæm byrjun.......
Á mánudegi, fór morgunmat og síðan í sundleikfimina þrátt fyrir kvef, síðan í viktun og hafði misst hálft kíló síðustu viku. Bara gott. Núna er ég búin að fara bloggrúntinn, skoða mikið af nýjum myndum bæði hjá Önnu og Árnýju og hafa gaman af. Það rifjaðist líka upp, við að lesa bloggið hennar Lenu þessi ferð okkar á lansann fyrir meir en tveim árum, með Elísu í farteskinu. Lena var að fara í viðtal við lækni en ég í blóðprufu og sagði Elísu að það þyrfti einhver að koma með mér og halda í hendina mína .... þessa sem ekki væri verið að stinga í. Hún tók þessu með mikilli alvöru og kom orðalaust með mér, mamma ætlaði bara að tala við lækninn svo það þurfti ekki að halda í hendina á henni. Það var svolítill svipur á meinatækninum, þangað til ég gat útskýrt málið ....einhver þurfti að passa barnið og þetta svínvirkaði.
Einhverntíman tók ég að mér að fara með Sigtrygg Einar í blóðprufu, það hafði tekið tímana tvo og mannskap næsta skipti á undan. Enda voru einir fjórir mættir til hjálpar þegar ég kom með strákinn. Þrátt fyrir að tveir biðu þjónustu heimtaði ég að fá að ganga fyrir með hann og útskýrði hversvegna. Inn með guttann, út með hjálparkokkana.... þeir mögluðu en gegndu, Sigtryggur settist og rétti út hendina og ég settist þannig að ég byrgði honum sýn á hvað meinatæknirinn væri að gera. En var búin að segja honum fyrir fram að hann þyrfti ekki að horfa, það virtist vera eitthvað mál hjá honum. Nú kemur stunga, sagði "blóðsugan", drengurinn æjaði aðeins og um leið og sagt var... nú er þetta búið....... Amma við fara fiskabúðina og svo kaupa dót. Og hvort að amma stóð ekki við sitt, það var meir að segja stór hundur staddur í dýrabúðinni sem hann mátti klappa og ég var sko ekki að reka á eftir honum. Síðan var það Leikbær í sama húsi, keyptir hestar, hvað annað og síðan heim til mömmu hans.
Mér þykir alveg óskaplega vænt um barnabörnin mín.... öll fjórtán.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Ég held að ég geti fullyrt að öllum 14 ömmubörnunum þínum þykir ofurvænt um þig Jafnvel þó þú vitir ekkert um ofurhetjur !
Knús til þín frá mér og þeim 4 ömmubörnunum þínum sem ég hef yfir að ráða
Anna Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 17:22
Hvernig færðu út 14 ?
Gerða Kristjáns, 28.1.2008 kl. 18:13
Gísli + Svanhildur + Kristján + Sigtryggur + Sigurjón + Halla + Anton + Elísa + Magnea + Smári + Alexander + Birnir + Aron + Anna = 14
Anna Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 19:13
Auðvitað, ég gleymdi aukabarninu
Svo eru að sjálfsögðu nokkur auka í viðbót líka
Gerða Kristjáns, 28.1.2008 kl. 19:54
Mér hefur skilist að hér sé eitthvað "auka" líka.
Fjóla Æ., 28.1.2008 kl. 23:35
Sæl Systir.
Verð að kvitta einu sinni og segja þér að ég hef alltaf jafn gaman af blogginu þínu.
Það er ekki merki um elli, að hafa ekki lengur tölu á ömmubörnunum, góð amma er amma allra barna. Þakkaðu bara Guði fyrir að börnin þín 5 þurfa ekki að ala önn fyrir öllum hópnum.
Hlakka til að sjá þig heima.
Sigrún (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:52
Takk systir sæl, en....... þess þurfa þau nú samt mörg, ég Á pínulítið í þeim Sollu, Fjólu, syni þínum, ogsvofr.......
., 1.2.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.