6.2.2008 | 21:34
Ævintýri öskudags.....
Ég færði möppudýrunum mínum mat í hádeginu og komst þá að því að það var fúlasta alvara hjá þeim að planta mér niður við fremsta borðið á skrifstofunni milli eitt og þrjú .....til að þau hefðu vinnufrið fyrir syngjandi skrímslum ( börnum ) af hinum ýmsustu stærðum. Hvað lætur mamma ekki hafa sig út í ? Fór samt snögga ferð yfir til að ná mér í handavinnu, það yrði varla stöðugur straumur. En ..... var ekki komin til baka þegar fyrsti hópur birtist, Gísli bjargaði mér fyrir horn. Síðan tíndust þau inn, flest sungu þau bara nokkuð vel, nema að gamli Nói var ekki að mínu skapi, það er að segja textinn, þau sem sungu um kallangann voru búin að setja hann undir stýri á bíl með hinum herfilegustu afleiðingum. Sum könnuðust þó við upphaflega textann. Flest sögðu takk fyrir svalafernuna sem í boði var og enginn var ókurteis. Ég stillti mig um að pína þá sem áttu venjuleg erindi á skrifstofuna til að syngja fyrir mig, það hafði jú hvarflað að mér. Verst að Jóhannes á Torfalæk kom ekki fyrr en eftir lokun, hefði getað hugsað mér að gera könnun á sönghæfileikum hans. Ég held að hann sé vita laglaus...
Perlu dagsins átti þó Lena, ég hafði fengið mér svala að drekka sem ég játaði náttlega fyrir Gísla og bauðst til að syngja að launum, já og get það vel, Lena tók undir að ég gæti jú sungið, en.... þau gætu kannski ekki hlustað. Það var nú það.......
Snilldir dagsins voru þó ekki úti, kisan mín átti þá síðustu í dag. Ég ætti nú kannski ekki að segja frá þessu, karlkyns lesendur hætti hér.... kvenkyns haldi áfram. Ég þurfti að pissa, stödd í sveitinni minni, jú ég á hana enn..... og þar sem ég var ein inni í bæ, hirti ég ekki um að loka hurðinni. Frekjan mín loðna elti mig inn og nuddaði sér utan í fætur mína og þar sem ég gerði mig ekki líklega til að sinna henni..... þá gerði hún sér lítið fyrir og stökk hún upp á ber lærin á mér. Kisu til hróss voru klærnar ekki úti, annars hefði ég líklega hafnað argandi uppí baðkerinu.
Pabbi var ekki svona heppinn í gamla daga þegar kisan hans Valla stökk niður á bert bakið á húsbóndanum seint að kvöldi þegar hann skrapp fram á fjósgang til að slökkva á ljósamótornum, sú kisa hafði allar sínar klær úti og var heppin að gamli náði ekki til hennar þar á staðnum......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Sorry, elsku mamma... það var sko hreint ekki meiningin að móðga eða særa eða vera vond á nokkurn hátt. Held meir að segja að það hafi bara ekki verið ég sem sagði þetta... bara einhver ókunn hlið á mér sem ég þekki bara ekki...
Rannveig Lena Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 22:03
Þú getur sko örugglega sungið Þú hefðir átt að fara fram á að fá annan svala fyrir að bresta ekki í söng fyrst að þau vildu ekki hlusta á þig !
Anna Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 22:34
Enda var ég ekkert móðguð Lenan mín kær...... það var sko dagur frá helv...... hjá ykkur í gær að sögn Völu og vonlegt að að lok dags væri einhver orðinn pirraður, annars voru börnin bara ágæt í gær. Hleyptu bara oftar að hinni hliðinni á þér, kannske liði þér bara betur á eftir. Það hafa jú allir þörf fyrir að ausa úr sér öðru hverju.
., 7.2.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.