. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Eirðarlaus dagur.....

Sem hófst alltof snemma, eina huggunin var þegar ég rölti hér fram klukkan fimm í morgun að úti var afskaplega fallegt veður, svona jólakortaveður, snjórinn hékk á greinum trjánna fyrir utan og algjör kyrrð, en eins og áður sagði... klukkan aðeins fimm að morgni.  Ég snáfaði aftur í bólið en hefði átt að láta það ógert ... sofnaði aftur til þess eins að fá martröð og verða afskaplega reið við minn heittelskaða hjásvæfil, svo reið að ég ætlaði að fara frá honum.  Mér til mikils léttis var hann á sínum stað hinumegin í rúminu þegar ég hrökk svo upp við klukkuna... og martröðin var að hverfa.  Og ekkert fararsnið á mínum heittelskaða, ja nema þá á fætur og í vinnuna... þegar hann var búinn að snúsa tvisvar.  Það er ósiður sem mér tekst ekki að venja hann af, en getur alveg farið með daginn til fjandans fyrir mér, ég bara get ekki vanist því að dotta þangað til klukkan hringir aftur... og aftur og kannske í þriðja, þá er farið að síga í fru Höllu og hún jafnvel komin á fætur, þrátt fyrir að hafa ætlað að sofa lengur.

En morguninn varð sem venjulega, eitthvað morgunfóður , moggin og 24 lesið, uppþvottavél tæmd og ganga frá þvotti... og þvo meira og leika sér svo við handavinnuna þangað til ég þurfti í búðina og svo að huga að hádegismat.  Vatnsleikfimin eftir hádegið og svo generalprufan hjá grunnskólanum, fyrir árshátíðina sem er annað kvöld, en þar er Svanhildur kynnir... og prufan gekk vel.  Endaði í föndri til fimm og síðan hér heim.

Nú er ég ein að snöfla hér heima, stutt skrepp til unganna minna á Melabrautinni eftir kvöldmatinn svo mamma þeirra kæmist á leikæfingu á réttum tíma, en ....... finn mér svo ekkert gáfulegt að gera.... nema að blogga.

Það styttist í Londonævintýrið okkar mæðgna+ fylgifiska og ekki laust við að sé kominn spenningur í sumar, ég er allavega búin að finna vegabréfið og götukortið frá í fyrra ....... Stelpur, hvar eru vegabréfin ykkar, já og Gunna mín... finna eyrnatappana þína og setja í snyrtibudduna.....

P.S. Fréttirnar eru í smíðum enn þá, ég er að nota Valhallaruppskriftina, bíða aaaaaðeins  lengur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Góð ábending ..... nú fer ég að leyta að vegabréfinu.  Ég sem set það alltaf á vísan stað þarf samt alltaf að leyta að því þegar ég þarf að nota það   Ég bara skil þetta ekki ........

Anna Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Vegabréfið mitt er sko í London möppunni góðu, sem og útprentaður farseðill, tryggingaskírteini (svona bara EF), og breska rafmagnsklóin sem ég verslaði síðast......allt hérna ofan á skannanum

Gerða Kristjáns, 21.2.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég á sko tvö vegabréf.... annað þeirra þó með mynd sem að líkist mér bara mjög lítið...   Árný veit um annað... ég um hitt.  Farseðillinn er á góðum stað.... sem og 9 leikhús miðar... bara spurning hvernig ég fer að því að finna 8 stórglæsilega gaura til að fylgja mér í leikhús þann 13. mars

Rannveig Lena Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hahaha fyndin bara Lena, öll í djókinu og svona

Gerða Kristjáns, 21.2.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Árný Sesselja

Mitt vegabréf ásamt farseðli og gjaldeyri er hérna í hillunni við hægra eyrað mér   Lena ég breuti mér bara í rosalega "hot" gaur svo að ég fái að fara með ég er víst búin að borga leikhúsmiðann !!

Árný Sesselja, 21.2.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: .

GLúbbglúbbglúbb.... nýtt vegabréf, Anna mín?

., 22.2.2008 kl. 08:13

7 Smámynd: Solla

hef sagt það áður og segi það en´, MÉR FINNST ÞAÐ EIGI AÐ BANNA LONDON BLOGG!!!!!

Solla, 22.2.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband