11.5.2008 | 20:13
Hvítasunnudagur hinn fyrri......
Ég er komin heim eftir dvöl í borg óttans síðan á föstudag. Átti góða daga með Bakkastaðagenginu mínu, mest þó með yngri hlutanum. Í dag sneri ég svo í norðurátt með Sigtrygg Einar sem ferðafélaga, hann er að fara í Steiná í sauðburð með mér í nokkra daga. Það er alveg snilld að ferðast með þennan dreng. Nú er hann orðinn svo stór að hann má sitja fram í hjá manni og þá er auðveldara að tala við hann. Enda er ég öllu fróðari um hinar ýmsu gæsa og andategundir,hann tilkynnti hróðugur um einn smyril og himbrima og tókst á loft í sætinu þegar hann sá nýkastað folald. Og víða sá hann kindur og einhverstaðar voru þær allar kollóttar..... eins og norsku kindurnar sagði hann. Nú hváði ég... eru þær þá sköllóttar? Nei amma þær eru kollóttar.
Umferð var töluverð á móti okkur, mér til nokkurrar furðu og ófáar hestakerrur sáum við aftan í misstórum ökutækjum. Þegar ég kom á svokallað Skinnastaðarhorn mættum við bílalest og fremst var jeppi með kerru, enn ein hestakerran tautaði ég. Amma þetta er hjólhýsi, dæsti drengurinn, þekkir þú ekki í sundur hestakerru og hjólhýsi. Það var nú það.
Hann hló líka alveg svakalega þegar hann virti fyrir sér hrossahóp sem var frekar ósnyrtilegur um fax og tagl. Stjúpfaðir minn segir eins og úlfaldar, en bætti svo við... en þeir lifa ekki á Íslandi. Og hló síðan hátt og innilega. Núna er hann farinn upp í Efrimýra með afa sínum og frænku að pakka eggjum, búinn að fá nóg af ömmu í bili.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Þetta hefur verið skemmtilegt spjall milli ykkar Sigtryggs Halla mín. Það er gaman að þessum elskum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.