. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Mannvonska eða ...... hvað.......

Sitt sýnist hverjum um að lóga ísbjarnargreyinu sem heimsótti Skagfirðinga nýlega, mér varð að orði í gær að það væri hægara að tala um en í að komast að handsama/fanga dýrið.  Ekki viss um að hann hefði fengist til að eta úr lófa löggunnar kjötbita með deyfilyfi, eru þó löggurnar á Króknum bestu skinn. Og ekki langaði mig til berja eða á grasafjall þarna seinna í sumar ef ég ætti von á ísbirni anda ofan í hálsmál mitt.... athugandi hvort ég væri kannski æt.

Hér á bæ ríkir ófriður nokkur þessa dagana sem stafar af smiðum sem skipta hér um gler í gluggum og járn á þaki svo ekki leki vatn hér inn við engan fögnuð okkar hjóna.  Eins og ég er búin að bíða óþolinmóð eftir þessum elskum (smiðunum) þá er með ólíkindum hvað ég á erfitt með að þola í þeim hávaðann og sóðaskapinn.  Eina glerið sem þeir brutu við að ná því úr falsinu var að sjálfsögðu í glugganum við stigann.... þar er nefnilega teppi undir.  Það náðist samt að hreinsa það upp með ryksugunni minni áður en hún skrapp í Efrimýra í þrifin þar.  Hún var sniðug Árný, vitandi það að mamma réðist á óþrifin um leið og sæist í hæla smiðanna út úr íbúðinni, þá skilaði hún engu af hreinlætistrallinu fyrr en á föstudagskvöld ... seint.  Laugardeginum var reddað, ég hafði svo margt annað að gera og kom lítið heim, sunnudeginum var líka bjargað fyrir horn og á manudagsmorgun kom frelsandi engill í líki heimilishjálparinnar minnar og tannburstaþreif íbúðina.

Men hvað var notalegt að finna sápulyktina, rölta berfætt um gólfin án þess að verða svört af skít eða fá flísar í tærnar...og sofna smástund um miðjan daginn eins og litlu börnin...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með járnið, glerið og sápulyktina :)  ég held ég verði að kíkja í kaffi til þín næst þegar ég kem norður... hef nebbilega aldrei í þetta hús komið svo ég muni....

Hafðu það sem allra huggulegast mín kæra !

Sif (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

 já og þú ekki með rúllukraga í berjatýnslu !

Kristín Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband