. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur til fjár ..... ekki satt ....

Og það gladdi mína gömlu sál að sjá viðbrögðin við síðustu færslu, þótt ég átti mig ekki á hver Birnan er ( þekki nokkrar) þá sá ég að einhverntíman hefði ég verið öðrum einhvers virði. 

En það var þetta með föstudaginn.  Síðastliðinn föstudag þurftum við hjónin snögga ferð á Akureyri, Gísli þurfti að kaupa á sig skyrtur.  Tókum Alexander með okkur, hann var hjá ömmu þennan daginn, pabbi hans var á leið norður seinnipart dagsins að sækja snáðana sína.  Fyrir utan torg hins himneska friðar (Glerártorgið ) stöðvaði Gísli bílinn og í sama bili hringdi síminn minn. Látum duga um þá upphringingu að erindið kom mér mjög svo á óvart .... þegar ég loksins fékk málið spurði ég gætilega ... ertu fullur.  Nei ekki ennþá var svarið.  Hafir þú ekki vitað það fyrir, veistu það núna bróðir sæll að ég tæki ofan fyrir þér hatt... væri hann á höfði mér.  Mér þykir óskaplega vænt um ykkur alla þrjá, þig ekki síst Kiddi minn.

En áfram með skyrtukaupasöguna ( er þetta ekki nýyrði ?), Gísli fann skyrtur sem voru honum að skapi, mundi meir að segja eftir að kvarta yfir síðustu sokkakaupum sínum í þessari annars ágætu búð , þeir reyndust ekki þola notkun nema yfir einn þvott.  Þá var bara ólokið einu erindi sem tók sossum eins og klukkutíma, Alexander var allavega búinn að missa þolinmæðina, enda svaf hann alla leiðina norður og hafði því ómælda orku til að skammast yfir seinagangi afa og ömmu.  En um sjö vorum við lögð af stað til baka, drengnum til mikils léttis.  Við vorum hinsvegar með höfuðverk mikinn .... hvað eigum við nú að gera.  Endirinn varð sá að við ákváðum að stökkva... ekki hrökkva.  Afleiðingin... þessar fjórar skyrtur hans Gísla reyndust kosta rúmlega  1,1 milljón króna... stykkið.

P.S.

Við keyptum nefnilega líka húsbíl.  Fáum hann afhentan í kvöld og kemur nokkrum á óvart sem þekkir mig að ég ætli ásamt kalli mínum upp í Núp í kvöld......... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að koma þér á óvart Halla mín, njóttu sumarsins vel og til hamingju með bílinn. BSL

Birna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:16

2 identicon

Til hamingju með nýja bílinn, bæði tvö, það verður hlýtt og gott að eiga nótt á Núpi og ekki laust við að ég öfundi ykkur

kannski get ég þetta þegar ég verð stór !!

Sigrún (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:33

3 identicon

Til lukku með húsbílinn kæru hjón og megið þið eiga góðar stundir í honum :) kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 19:19

4 identicon

Blessuð og sæl, best að kvitta fyrir sig, svo maður verði ekki skammaður, alltaf gaman að lesa párið þitt kveðjur úr Garðinum Öllu systir Maja.

Maja Þorkels (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:46

5 identicon

Sæl Halla

Ég skammaðist mín þegar ég las um sauðina sem skilja ekki eftir slóð eftir sig á síðunni þinni því ég les bloggið þitt mjög reglulega og hef gaman af , finnst einhvern veginn svo ljúft að lesa það . Hafið það gott í nýja húsbílnum ykkar í sumar.

kveðja frá Húnvetningi á Akureyri Hjördís Blöndal

Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband