22.6.2008 | 11:00
Ekki dauð ..... bara lasin.....
Í stað þess að leggja af stað vestur á Þingeyri til pabba og mömmu, mátti ég snáfa í bólið mitt. Var eitthvað ræfilslegri en ég vildi vera og orkulaus og þar sem ég ætlaði að taka blóðþrýstingsmælinn með..... gráupplagt að mæla sig. Þar birtust tölur sem ég vildi alls ekki sjá. Ég vorkenndi sjálfri mér smástund, tók svo símann og hringdi í Majuna mína. Hvað á ég að gera með þessar tölur á mælinum, var spurningin sem hún fékk og af sinni fádæma hreinskilni var svarið ... þú snáfar í rúmið og hringir svo í lækni. Til að gera langa sögu stutta... ég hlýddi. Og því er ég hér heima ennþá, pumpan mótmælir um leið og ég geri eitthvað meira en fara framúr og heimsækja gustafsberg og eldhúsið... til að borða. Þetta er nú samt á niðurleið ... hægt.
Uppi á íþróttavelli standa yfir smábæjarleikar í fótbolta, þar eru þeir að keppa Aron og Smári Þór, Elísa og Anton og hafa staðið sig vel. Jökull og Oddný eru hér með börnin, Jón bróðir á neðri hæðinni með sín tvö + samstarfskonu sína og hennar son, hér hefur aldrei verið neitt mál að hýsa fólk... gamall vani frá Núpi og góður.
Við sváfum nú samt í bílnum bæði í nótt og fyrrinótt og ég get sagt ykkur að það er fátt ef nokkuð sem tekur því fram að vakna í bílnum við fyrstu geisla sólar að morgni fram á Núpi og heyra ekkert nema fuglasöng og stöku kindajarm.
Hrafl úr vísum Einars frænda Guðlaugssonar flugu um kollinn í morgun, hér eru þær allar......
Sumarkvöldin seiða
sannra ævintýra
held ég þá til heiða
heim í ríki dýra.
Heyrist rámur rómur
refir eru að gagga
Svanir sælt og lómur
sér á tjörnum vagga.
Innst í urðarbakka
eirir minkur hljóður.
Sígur húm í slakka
sofnar lamb hjá móður.
Unir inn í lundi
önd hjá sínum maka
sé ég fram á sundi
silungana vaka.
Yfir Eiríksjökul
árdags-sunna flæðir.
Hún í gylltan hökul
hjúpar svartar hæðir.
Himinn hreinn og fagur
hljómar af fuglakvaki
enda er aftur dagur
inn af Hnúfabaki.
Svona orti náttúrubarnið Einar frændi, hafi hann fyrir hjartans þakkir.
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Elskuleg Halla mín, farðu vel með þig og vittu hvort læknirinn getur eitthvað gert í málum ...
Ragnheiður , 22.6.2008 kl. 21:35
heldurðu ekki að kvæðið hafi bara hjálpað til ? hvað er hollara en svona hugsun + það að sofna og vakna í húsbíl á slíkum stað.
Þeir, (staðirnir), eru margir í nágrenni við þig, ég veit um einn í Vatnsdalnum. Knús....
Sigrún (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.