. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Þingeyri ..... og heim aftur.

Jú þetta tókst, fór til doksa snemma á mánudagsmorgunn, skildi eftir slatta af blóði hjá "blóðsugunni " og fékk svo fararleyfi vestur.  Það tók ekki langa stund að hafa sig til, sækja Önnu Guðbjörgu og leggja af stað.  Í algjöru spari veðri sem endist enn, sólskin og hiti alla daga. Mamma og pabbi eru að búa sig undir flutning á Tjörn, Gísli gat aðeins létt undir, prinsessan ég sat á rassinum og í mesta lagi fygldist með ömmubarninu, hún var að koma þarna í fyrsta skipi og undi sér vel.  Gömlu hjónin voru alveg steinhissa á hve hún var róleg og þæg og góð við þau ... hafandi ekki séð þau fyrri.  Við fórum öll til kirkju norður í Holt til séra Stínu á miðvikudagskvöldið, þar var biskup Íslands að vísitera ásamt fylgiliði.  Í lok ræðu kallaði hann til sín börnin sem voru í kirkjunni, spjallaði aðeins við þau og gaf þeim lítinn kross og bað þau að hengja hann upp á nagla fyrir ofan rúmið þeirra.  Það er ljós fyrir ofan rúmið mitt, svaraði Anna Guðbjörg kotroskin.... og líka kross.  En samþykkti svo að hengja þennan upp líka.  Afi Gísli náði myndum af þessum samskiptum sem mig hlakkar mikið til að sjá.

Ég skoðaði að sjálfsögðu íbúðina sem þau eru að flytja í á Tjörn og leist bara vel á.  Ekkert svo mikið minni, vantar þó gestaherbergi, en það er allt í lagi, gott plan fyrir utan til að leggja á húsbíl og bæði tjaldstæðið og gistiheimilið eru í náttfatafæri.... þ.e. hægt að hlaupa á náttfötunum í morgunkaffi. 

Ætla upp í Mýra seinnipartinn með hjásvæflinum, þar bíður eftir okkur gámur til að hægt sé að gera lokaþrif í geymslunni stóru... og henda því sem ekki verður flutt á Húnabrautina.  Þetta verður verkið okkar um helgina ásamt að hugsa um púddurnar, Ragnar og Sandra eru að fara á landsmót á Hellu og Árný er komin til Vestmannaeyja ásamt Gerðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband