. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Blautur dagur ..... utandyra.......

Þorði ekki annað en að taka fram að rekjan væri utandyra svo fólk héldi nú ekki að ég væri farin að staupa mig í miðri viku.  Ég sem ætlaði að skipta á rúminu mínu og henda sængunum út á svalir til viðrunar, þessi annars ágæta hugmynd gengur ekki upp, ég þyrfti að hjúfra mig undir blautri sæng í kvöld.  Og til þess langar mig minna en ekki neitt......

Á föstudagskvöldið síðasta komu þau norður  Ella Bogga og Sævar til að sækja sinn húsbíl  í Torfalæk.  Við Gísli fórum á móti þeim þangað með númeraplöturnar, áttum góða stund yfir kaffi með húsráðendum á Torfalæk og fórum síðan á báðum bílum í Núp. Vanbúnum svona að vissu leyti, en einhvern mat hafði ég tekið með til morgunfóðrunar, kaffi og brauð til að snarla um kvöldið, og áttum þarna ágætt kvöld.  Laugardeginum eyddum við Ella hér heima, eftir hádegið... með Gísla í vinnunni og Sævar sofandi inni í rúmi, tókum svo til grillmat og græjur til að fara aftur uppeftir.  Með kallana að sjálfsögðu, þeir áttu að grilla.  En það er ekkert sem tekur því fram að vera þarna, við Ella rifjuðum upp margt frá fyrri tíð og það var ekki laust við bros hjá mér þegar við vorum að tala eitthvað um Þorvald og ég tók eftir að Ella Bogga var komin með hendur aftur á bak eins og hann gerði svo gjarnan á göngu. 

Ekkert tekur fram góðri helgi með góðum vinum.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona helgi er alveg súper, gleðst með ykkur

Sigrún (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:50

2 identicon

Já Halla min þakka ykkur Gísla fyrir helgina og göngutúrana í nágrenni Núps og  fram að Illugastöðum :)  kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband