14.12.2009 | 19:11
Annar en ég er......
Sat áðan og var að hlusta á Gunnar Þórðarson flytja þetta stórgóða lag sitt. Ég er hinsvegar aldeilis alveg ósammála honum, ég vil ekki vera önnur en ég er. Það væri að vísu ágætt að losna við sitt af hverju sem hrjáir mig þessa dagana, blóðþrýstingsvandræði, andstyggðarverki í biluðum liðum víðsvegar um skrokkinn ....... að ég nú ekki tali um skammdegissurtinn sem vill ekki halda sig utan höfuðs míns. Að öðru leyti vil ég bara vera svona eins og ég er, skapstór svolítið og á það til að vera kjaftfor ..... gæti trúað að það væru erfðir þar að verki. Nóg um það.
Það er sagt að sé maður þungt hugsi út af einhverju sérstöku rétt áður en svefn er festur, þá dreymi mann það sem verið var að hugsa um. Ég var á laugardagskvöldið að rifja upp atvik sem ég var búin hálfpartinn að gleyma. Fyrir mörgum árum síðan var ég stödd uppi á Núpi að sumarlagi, ein á ferð og í þungu skapi. Þar ríkti ró og friður og ég rölti þarna um gömlu þúfurnar mínar og hugsaði um liðna daga. Líklega hef ég dottað, allavega hrökk ég allt í einu upp við hófaslátt nokkurra hesta, reis upp og leit suður götuna og jú, þarna kom einhver ríðandi og með fjóra hesta. Þarna var kominn Frímann Hilmarsson. Sennilega fór hann aldrei svo um hlað á Núpi að ekki væri stansað þar þótt fólk væri horfið úr búsetu þar, hvað þá meðan búið var þarna. Hann var að koma framan Laxárdal, hafði þurft á einverunni að halda rétt eins og ég. Hann brá ekki vana að stansa og lofaði hestunum að kasta mæðinni og grípa niður á gamla húsahólnum. Eitthvað spjölluðum við saman áður en hann kvaddi og hélt áfram út dalinn og þar sem ég sá á bak honum niður götuna minntist ég þess hve hann sat vel hestana sína áður og gerði enn, þrátt fyrir hlykki og króka á lífsleið hans undanfarið. Þetta var að rölta um í kolli mér stuttu eftir að ég setti inn bloggið mitt þarna á laugardagskvöldið. Morguninn eftir vaknaði ég upp frá draumi.......margir ríðandi menn að fara yfir brúna við Skrapatungu og fremstir fóru þeir feðgar Frímann og Kristján og við hina hlið Frímanns var Sölvabakkabóndinn Jón Árni... sem allir muna betur sem Adda. Það var gustur á þeim og mikil gleði .... gæti hafa verið kaupstaðarlykt.......
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
*andvarp* og meiri gæsahúð og gleði :) Þeir voru (og eru sjálfsagt enn) góðir þessir strákar og vísast taka þeir góða spretti þarna hinumegin.
*knúúúússss* þú ert frábær Halla mín !
sif (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 08:19
Takk Sifin mín góð......
., 15.12.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.