15.12.2009 | 14:12
Hvít jól.........
Sá á forsíðu mbl áðan að veðurfræðingur spáir hvítum jólum norðan og vestanlands. Mér þykir þetta hið besta mál, alltaf er hátíðlegra á jólum sé hvít jörð þó svo að manni þyki ekki verra að ekki sé svo mikill snjór að mann komist ekki ferða sinna um jólin.
Fyrstu jólin hennar Völu var ég ein á báti og flutt aftur heim í foreldrahús með ungann minn. Var byrjuð að vinna niður á sjúkrahúsi og Valan mín í öruggu skjóli afa og ömmu uppi á Núpi. Ég var svo heppin að vera ekki á vakt á aðfangadagskvöld og gat því notið jóla á nýjan hátt, Vala orðin fimm mánaða og athygli hennar orðin auðsæ á margan hátt. Hún þurfti ekki að beita röddinni lengi á afa sinn þegar hann kom inn úr útiverkum eða úr fjósi, til þess að hann kæmi og tæki hana upp ... og með sér fram í eldhús til að fá sér kaffisopa og skipti þá engu hvort búið var að klæða hana eða ekki. En áfram með jólaminninguna mína. Pabbi og mamma gáfu henni stól til að sitja í sem jólagjöf, það er til mynd af henni í stólnum sínum (sem hún á enn ) baslandi við að nota sem snuð ranann á uppblásnum fíl. Mér eru þessi jól ógleymanleg, það er fátt sem jafnast á við undrunina og gleðina í augum barnsins síns við jólaljósin marglitu og skrautið sem prýddi gamla bæinn minn á jólum, allt þetta hafði ég alist upp við og deildi því þarna með eigin barni... í fyrsta sinn.
Næstu jól héldum við þarna líka en þá var Gísli kominn til sögunnar svo hann upplifði jól á annan hátt en hann var vanur þau jólin. Vala var löngu orðin mjög hænd að honum og ég minnist en undrunarsvips á pabba þegar sú stutta valdi á milli þeirra við eldhúsborðið ... og valdi Gísla. Það rumdi í pabba...... þetta kvenfólk, aldrei hægt að treysta því. Ég minnist líka svipsins á pabba þessi jól þegar ég opnaði jólagjöfina frá Gísla. Uppúr pakkanum kom matreiðslubók kennd við Helgu Sigurðardóttur, þykk og mikil matarbiblía sem ég hafði lengi óskað mér. Þú ætlar að vera viss um góði að fá einhverntíman eitthvað ætt að eta .... var athugasemdin sem hann laumaði að tengdasyninum tilvonandi.
Ójá, Gísli minn hefur lengst af fengið bæði mikið og gott að borða, umfangið á honum lengst af okkar búskapar ber þess ljósan vott, að ég nú ekki nefni eigið ummál. En nú ligg ég undir grun um að vera farin að spara við hann mat, hann hefur minnkað töluvert en er bara sáttur við. Ég er samt næsta viss um að mamma sæi ástæðu til að halda vel að honum mat ef hún næði til hans daglega. Hún elur mann eins og aligrís þegar hún nær til........
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Halla mín mikið er gaman að lesa þetta, mér finnst ég vera komin upp í Núp við eldhúsborðið, sé Jökul alveg fyrir mér sitjandi á eldhúsbekknum og mömmu þína við gömlu eldavélina.
En hvar var ykkar Völu aðsetur, var það í baðstofunni eða herberginu í "nýbyggingunni"?
kv. Ella Bogga
ebj (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.