. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Aðfangadagur......

Ég mætti jólagestunum mínum í dyrunum í gærkvöldi, var að stökkva af stað upp á sjúkrahús til að bjóða mömmunni minni góða nótt. Hún var sofnuð en rumskaði til að segja góða nótt og ég las kvöldbænina í þetta sinn í hljóði. Síðan var það heim til að heilsa gestunum.  Birnir litli á stóra sviðinu, búinn að hvíla sig vel á leiðinni en mamma hans var veik, hafði verið slæm í maga allan daginn og sat því með æ.. dall í fanginu meiri part leiðar norður og hafði litla lyst í gærkvöld. Kvenfólk gekk því frekar snemma kvölds til hvílu og Birnir litli var lagður til svefns hjá ömmu og afa og svaf þar í nótt svo mamman fengi svefnfrið í  morgun.  Ekki veit ég hvenær feðgarnir fóru að sofa, ég var steinsofnuð.

Við Birnir vorum svo  farin að undirbúa hádegisgrautarpottinn þegar frænkan af neðri hæðinni kom í dyrnar og uppúr ellefu var stóri potturinn kominn á borðið... næstum fullur af nýelduðum jólagrjónagraut með tveim möndlum..... við vorum svo mörg, Fannar kom með sín börn, Vala með allt sitt og Lena og fyrir vorum við fimm. Ég elska svona daga þegar sem flestir eru við matarborðið.

En nú er hafinn undirbúningur að eldamennsku kvöldsins, aspassúpa að hætti Oddnýjar, hamborgarahryggur, nammisalat og annað meðlæti, já og svo nokkrar kótilettur til að finna anda fyrri jóla við matarborðið.  

Guð gefi ykkur, lesendum þessara hugleiðinga, gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól til þín og þinna Halla mín, gamla settið hér er að baða barnabörnin úr Mos sem voru hjá afa og ömmu seinnipartinn í dag svo friður væri til að gera jólasteikina og það síðasta fyrir hátíðina, svo förum við heim með þeim og eigum góða stund með fjölsk.

Gleðileg jól úr Fellahvarfinu.

ebj (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband