Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
5.6.2008 | 20:37
Takk ......
Fyrir kvittið, Sifin mín, nú veit ég þó af einni sál sem lofar mér að vita að hún kemur hér inn og gætir að gömlu. Veit reyndar af fleirum en hef grun um að margir kvitti aldrei. Kannski væri ráð að læsa þessu svo ég viti hverjir koma hér inn. Sé til......
Úti er sólarlítið en 16 stiga hiti þegar litið var á mæli eldsnemma í morgun, var vöknuð á undan hjásvæflinum og þarf þónokkuð til , þessa dagana er hann kominn til vinnu klukkan sjö að morgni. Ég er að undirbúa hádegismat fyrir möppudýrin mín og fylgifiska ..... fiskibollur.
Dagur kominn að kvöldi og enn er ég sest við tölvuna, núna til að ljúka dagsfærslunni...... hver veit nema andinn komi yfir mig á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.6.2008 | 10:14
Mannvonska eða ...... hvað.......
Sitt sýnist hverjum um að lóga ísbjarnargreyinu sem heimsótti Skagfirðinga nýlega, mér varð að orði í gær að það væri hægara að tala um en í að komast að handsama/fanga dýrið. Ekki viss um að hann hefði fengist til að eta úr lófa löggunnar kjötbita með deyfilyfi, eru þó löggurnar á Króknum bestu skinn. Og ekki langaði mig til berja eða á grasafjall þarna seinna í sumar ef ég ætti von á ísbirni anda ofan í hálsmál mitt.... athugandi hvort ég væri kannski æt.
Hér á bæ ríkir ófriður nokkur þessa dagana sem stafar af smiðum sem skipta hér um gler í gluggum og járn á þaki svo ekki leki vatn hér inn við engan fögnuð okkar hjóna. Eins og ég er búin að bíða óþolinmóð eftir þessum elskum (smiðunum) þá er með ólíkindum hvað ég á erfitt með að þola í þeim hávaðann og sóðaskapinn. Eina glerið sem þeir brutu við að ná því úr falsinu var að sjálfsögðu í glugganum við stigann.... þar er nefnilega teppi undir. Það náðist samt að hreinsa það upp með ryksugunni minni áður en hún skrapp í Efrimýra í þrifin þar. Hún var sniðug Árný, vitandi það að mamma réðist á óþrifin um leið og sæist í hæla smiðanna út úr íbúðinni, þá skilaði hún engu af hreinlætistrallinu fyrr en á föstudagskvöld ... seint. Laugardeginum var reddað, ég hafði svo margt annað að gera og kom lítið heim, sunnudeginum var líka bjargað fyrir horn og á manudagsmorgun kom frelsandi engill í líki heimilishjálparinnar minnar og tannburstaþreif íbúðina.
Men hvað var notalegt að finna sápulyktina, rölta berfætt um gólfin án þess að verða svört af skít eða fá flísar í tærnar...og sofna smástund um miðjan daginn eins og litlu börnin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 20:48
Ísbjarnarblús ...... hinn seinni......
Ef ég hefði ekki verið pottþétt viss um að væri kominn júní á dagatalinu mínu, hefði ég hlegið eins og hýena í morgun..... 1 apríl. Enda var löggan á Króknum ekki meðtækileg svona í fyrstunni að hvítabjörn væri að trufla umferð um Þverárfjall í morgun og 112 brást ekki hratt við heldur í fyrstunni, enda hver á von á hvítabirni í júníbyrjun á þessum slóðum....... mér er spurn?
Laugardagurinn síðasti verður okkur hjónum minnisstæður, nýir ábúendur fluttu í Efrimýra. Vikan snerist um þrif og tæmingu á íbúðarhúsinu hjá okkur mæðgum og nýttum okkur alla þá hjálparkokka sem til náðist.... og þetta hafðist en við vorum þreyttar eftir. Ekki samt svo að þær héldu upp á sextugsafmæli...... 30x2...... Árný og Solla, enda átti hún sitt afmæli þennan dag ... 31 maí.
Aðfaranótt laugardagsins sváfum við hjónin í húsbílnum á húsahlaðinu á Efrimýrum og sváfum vel, þarna höfðum við átt heimili í tæp 28 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007