Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
28.12.2010 | 15:39
Ég á ekki orð......
Níu ára ökumaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2010 | 15:55
Gleðileg jól........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2010 | 00:42
Messa hins heilaga Þorláks .........
Það þýðir að það er kominn 23 desember og dagur nokkru hafinn. Ætlaði skrifa hér inn í nokkrum áföngum í dag, eftir því sem tími vinnst til. Byrjaði daginn á því að finna rúmfötin mín sem tilheyra jólum og eru næstum jafngömul búskap mínum með Gísla. Það var ekki nóg að finna þetta, næst tók við að skipta á rúminu og að jafnaði er ég ekki ein við verkið .... dýnurnar eru ófétislega þungar. Þetta hafðist nú samt. Næst var að þagga niður í þáttastjórnendum á rás tvö, Gísli hafði skilið eftir opið útvarp í eldhúsinu, mér finnst þetta par alveg hrútleiðinlegt og fann því geisladisk með jólalögum til að hlusta á ...... allt annað líf. Næsta mál á dagskrá er að gera birgðakönnun í búri og ísskáp, hvað vantar fyrir jólagrautareldun í hádeginu á morgun... kannski vantar eitthvað fleira. Skatan í hádeginu... ekki má ég gleyma henni.......
Komin heim úr skötuáti og verð að fresta ferð á Skagaströnd á meðan Óskar gerir við dekk undir Nissan, bíllinn var nánast á flötu hér fyrir utan. Skatan var góð og við mörg við borðið, Sighvatur og Maja með börnin, Inga... Vala,Gummi og börn og svo Óskar. Það er gaman að sjá hve margir það eru sem koma þarna í skötu á þorláksmessu.
Dekkið komst í lag, í því var óboðinn gestur ...... nagli sem Pavel fjarlægði og gerði við. Síðan fóru þeir Gísli yngri og Óskar upp í Mýra í verkin, við Svanhildur út á Skagaströnd, fyrst upp í kirkjugarð með grenigrein á leiðið hennar ömmu Sossu eins og börnin kölluðu hana og síðan niður í Skeifu til afans sem nú er þar einn og gladdist við gestakomuna. Enn er allt sem áður og ekki margt sem breytist..... nema amman er horfin. Það er varla hægt að lýsa því með orðum hve yndislegt það er að koma þarna inn og rifja upp gamla daga í huga sér. Næsta mál á dagskrá, keyra út jólapökkunum sem gleymdist að taka með þegar farið var í skötuveisluna......
Mér entist ekki dagurinn, það er kominn aðfangadagur jóla þegar ég lýk þessari bloggfærslu. Jólatréð er komið upp og fullskreytt, búið að skreyta íbúðina, sjóða hangikjöt og það er að breiðast út rúgbrauðsilmur um allt hús, það er venja að sé til nýtt rúgbrauð með jólagrautnum í hádeginu á aðfangadag. Þegar Sollan mín kom örþreytt úr vinnunni í kvöld, var jólaísinn testaður.... og reyndist ætur. Hún fór síðan heim, Árný og Óskar fóru til Lenu og við í að ljúka frágangi hér.
Nú er ég nýkomin úr jólabaði, ný náttföt og inni í herbergi bíður rúmið mitt ...... hreint og fínt ..... góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2010 | 12:40
Blogga strax, vantar fréttir......
Var það eina sem stóð í skilaboðum frá Kidda, var að finna þetta í skilaboðum inni á fésinu. Ég hef greinilega gleymt fyrirheitum um að reyna nú að standa mig sæmilega við bloggið........er ekki sagt að vegurinn til fja.... sé varðaður góðum fyrirheitum.
Ekki það að ég sé á leiðinni til fjandans, hreint ekki. Það er svosem ekki margt að frétta annað en nú er fjölgað hérna niðri, ekki krakki samt, Kiddi minn heldur er sambýlismaður Árnýjar fluttur norður. Kom norður í nótt, við höfðum áhyggjur nokkrar af honum á leiðinni sökum veðurs, hér var andstyggilegt veður nánast allan daginn í gær og fram á morgun, en náði ekki einu sinni vestur fyrir Gljúfurá. Það var svo blint að keyra í morgun að Árný sneri við á leið í vinnuna og var þá komin að vegamótunum við Skagastrandarveginn. Nú er hinsvegar orði albjart.
Göslinn og Svanhildur litu inn í morgunkaffi, hún hafði verið ræst af bróður sínum til að hjálpa til við póstútburð, hún var frekar úfin yfir að hafa þurft að vakna fyrir hádegi. Skapið skánaði við mömmukökur, túkalla og mjólk. Nú eru það að bera út og Óskar er búinn að moka hér stéttar og svalirnar svo ég geti nú hleypt hundinum út til að pissa... án þess að vaða snjóinn í hné. Svo þarf að fara í Mýra seinnipartinn og ljúka verkum í púdduhúsinu, Ragnar tínir á morgnana, Gísli og Árný hafa séð um restina með hjálp Svanhildar og Gösla ... eftir því hvort þeirra hefur haft tíma. Nú sér fram úr þessu, Óskar mættur á svæðið og tekur við vinnu þarna.
Héðan er annars allt gott að frétta bróðir sæll ... skrifa aftur á morgun eftir að skötuát er afstaðið í hádeginu ........ er fáanleg skata þarna á útnára alheimsins ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2010 | 10:29
Blogga...... jájá........
Eitthvað hafa fínu áformin hlaupið út um þúfur síðustu daga en nú er stund og tími. Á spilaranum eru Monika og Páll Óskar, það er að segja diskurinn þeirra svo að ljúfir tónar berast um íbúðina. Vaknaði við að Gísli var kominn á fætur og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma með í salinn ...... klukkan var bara korter yfir sex en ég harkaði af mér og hypjaði mig í fötin, það er of kalt til að rölta þetta á náttfötunum ... fyrir svo utan athyglina sem ég vekti þannig klædd. Eftir að heim kom var það svo fyrsta verk að fóðrast, svo að lesa moggann. Þar á eftir fygldu morgunverk, troða í þvottavél, taka af rúminu og setja sængur og kodda út á svalir í viðrun, tína til á sína staði sitthvað sem skilið hafði verið eftir í óreiðu í gær, hér var pakkað inn jólagjöfum af miklum móð í gær með hjálp Elísu Sifjar og síðan Svanhildar í gærkvöldi. Elísa og Anton fóru heim í gær eftir að hafa verið hér síðan á þriðjudag í síðustu viku, mamma þeirra var úti í Boston og pabbinn að vinna úti í Noregi. Þau sváfu niðri hjá frænku sinni en voru annars hér hjá afa og ömmu. Ein með afa sínum á laugardaginn því ég var á Akureyri allan daginn með Árnýju og Sollu. Nýttum daginn í búðaráp og síðan kvöldmat á Greifanum áður en við mættum galvaskar á Jólagesti Björgvins klukkan átta um kvöldið. Magnaðir tónleikar fyrir troðfullu húsi og við alveg elskusáttar við daginn.
Óskar er að pakka niður og búa sig undir að flytja norður 22 des, búinn að fá vinnu uppi á Efrimýrum. Finnst það bara hið besta mál að fara í skítverk og eggjapökkun í sveitinni. Við erum að leysa þar af fram til að hann kemur og það var ekki laust við ánægjusvip á Árnýju í gær þegar hún kom heim, grútskítug eftir ærleg þrif inni í salnum í gær. Hún á örugglega eftir að siða kærastann til í verkum þarna... næstsíðasti vinnumaður fékk víst bæði að kenna á henni og mér þegar okkur mislíkaði........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2010 | 15:31
Bráðum koma blessuð jólin .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2010 | 15:19
1 desember ..... Fullveldisdagur Íslands.
Við urðum sammála í morgun, ég og Kiddý, að börnin sem voru að hópast í skólann í morgun í þann mund sem ég var að fara úr ræktinni, vissu ekki hvaða þýðingu þessi dagsetning hefði . Ja nema þá að það mátti opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu í morgun og þar með að fara nú að telja niður í jólin. Það var nú það, líklega er ekki lagt mikið upp úr að kenna börnum dagsins í dag um söguna okkar og baráttuna fyrir sjálfstæði Íslendinga fyrr á tíð. Eða landafræði. Er ekki búin að gleyma því enn þegar þrir nemendur í framhaldsskóla reyndu staðfastlega að færa Mývatn suður á land... í spurningakeppni.
Ég hafði mikla löngun til að leggja mig aftur í morgun en þar sem að ég þurfti að líta eftir Guðbjörgu litlu fyrir hádegið, lét ég það ekki eftir mér. Fór bara upp eftir til Maju og dóttlunnar með handavinnuna mína og eyddi tímanum þar þangað til að Majan fór og ég var í miðju kafi við að mata þá stuttu. Það er hinsvegar mjög auðvelt, svona eins og moka í tóma fötu, daman hefur mjög góða matarlyst. Svo var hún sofnuð, nöldrandi að vísu, þegar mamma hennar kom heim í hádeginu með Guðjón Frey í farteskinu.
Núna er það rólegheit og jólalög, þarf að fara niður í bókaherbergi og ná í meiri jólatónlist, þyrfti að finna Ómar og Gáttaþef ..... þeir voru ekki viðlátnir í fyrra, mér til leiðinda......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007