. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ár .... og ekkert bloggað.

Ég fékk áminningu í gær .... og var svosem búin að heyra svona ábendingar um að nýja árið safnaði dögum eins og óð fluga og ég skrifaði ekki staf, þrátt fyrir loforð þar um að standa mig nú sæmilega á nýja árinu.

Ég  þurfti reyndar að eyða nokkrum þessara fyrstu daga ársins sunnan heiða í eltingaleik við bæklunarlækninn minn.  Indæli það sendi mig í myndatöku á þessum liðum mínum sem verstir eru og svo átti að ákveða framhaldið daginn eftir í gegn um síma.  Ég er ekki farin að heyra í honum enn, þrátt fyrir að hafa minnt á mig nokkrum sinnum við símadömuna hans.  Er að hugsa um að nota spariröddina á mánudaginn... það eru komnar rispur í þolinmæði mína.

Það er svo hinsvegar margt sem hefur komið upp á í fjölskyldunni síðustu daga, alvarleg veikindi sem tekur tíma að sjá fram úr.  Slæm staða og átök við aðstæður hjá sumum barnanna minna taka stundum toll af manni en, ...... börnin mín eru hörkutól þegar á þarf að halda... og mér þykir óendanlega vænt um þau.

Niðri á neðri hæðinni er Gummi tengdasonur að endurnýja baðherbergið, þar var sturtubotninn farinn að leka og veggur að fúna af þeim sökum og lykt herfileg.  Meðan ég var sunnan heiða rifu þau Árný og hann allt út úr baðinu og hentu... nema salerninu, það fær að standa..... svo Árný þurfi ekki  að koma allar ferðir á wc hingað upp ... .. þangað til að nýtt k....... er mætt á staðinn.

Það er á todo listanum mínum að finna fleiri gamlar myndir og setja inn á fésið mitt ... góðir hlutir gerast hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Börnin þín er alveg hörkutól...enda hversvegna ekki ?

Kær kveðja mín kæra, vona að þetta ár fæti þér gleði og gæfu og góða heilsu eftir þeim atvikum sem tíðust eru

Ragnheiður , 16.1.2010 kl. 21:11

2 identicon

ebj (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband