22.1.2010 | 15:20
Bóndadagur.....
Og mínum heittelskaða eiginmanni tókst að komast á fætur án þess að vekja konu sína. Hefur sennilega vandað sig með meira móti að fara gætilega framúr, ég hef sofið illa undanfarið fyrir verkjum og oft ekki sofnað fyrr en undir morgun. Og er þá frekar skapstygg ef ég vakna svo um sjöleytið... með honum. Ég gleymdi svo að óska honum til hamingju með daginn þegar ég hafði mig á fætur og eldaði mat hjá þeim í hádeginu. Til að bæta úr hugsunarleysi mínu við hjásvæfil minn til tuga ára ..... fær hann lummur með kaffinu. Vonandi kemur hann heim á undan Árnýju, hún veit af lummunum... og þykir þær góðar.
Fór til Maju minnar í dag og þegar ég kom út heyrði ég í fugli og fannst eins og væri að koma vor, það er sex eða sjö stiga hiti úti og ótrúlegt um miðjan janúar að sé farið að vora. Sólin er farin að hækka vel og sýnir mér vel hve skítugar rúðurnar mína eru, en legg ekki í þrif á þeim. Nema þessari einu sem er út á svalirnar... það eru ekki bara kostir að búa uppi á annarri hæð......
Mér barst dánarfregn áðan, mamman mín á Þingeyri hringdi og sagði mér lát Davíðs Guðbergssonar. Mamma og hann eru bræðrabörn og hann var faðir Árna sem var í sveit á Núpi sem unglingur og fórst í bílslysi aðeins sextán ára. Veturinn sem Árný mín var á leiðinni... og hann vitjaði nafns og sýndi mér samt að þetta væri stelpa.
Á ströndinni hinumegin hafa því feðgar fallist í faðma, seinnipart nætur síðastliðna nótt.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Halló, sól og fuglasöngur, þetta vil ég sjá
Sigrún (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.