. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Flashback.......

Um mörg ár.  Ég er búin að vera að skoða myndir af börnunum mínum frá því þau voru lítil og það vakna upp margar minningar frá þeirra fyrstu árum við þetta.  Ég sé sterkan svip af Lenu speglast á andliti Elísu Sifjar, mynd af Völu á fyrsta ári, gæti alveg verið Gísli yngri, það er endalaust gaman að skoða þetta. Svo er líka gaman að skoða myndir frá fyrstu árum búskaparins hjá manni, rifja upp baslið við að sauma föt... bæði á sjálfa sig og börnin, þar kom stóra sys hún Sigrún oft til hjálpar, fyrst saumaði hún fyrir mig og kenndi mér svo hvernig ég gæti gert þetta sjálf.  Fyrsta saumavélin sem ég eignaðist var græn Husqarna sem hún var að leggja fyrir aðra betri og nýrri, þessi vél nýttist mér vel í mörg ár.  

Best að feykja þessu inn áður en ég týni því, bloggandinn er ekki alveg vaknaður........                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það vekur upp margar góðar minningar að skoða myndirnar sem þú hefur sett á fésið undanfarið :)  og ég sá líka svipinn með börnum þínum og barnabörnum :) :)  Halla Katrín er algerlega Önnudóttir í útliti þessa dagana t.d.  þó hún hafi púkann úr pabba sínum í ríkum mæli líka.   Ég rifjaði upp þau minningarbrot sem ég á af Brekkubyggðinni og fleiri stöðum á þessum tíma :)

takk fyrir að vera til Halla mín!

Sif Gudmunds (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband