13.10.2007 | 10:57
Komin heim..........
Og þar beið mín ryk á gólfum, óumbúið hjónarúmið, risavaxin húsfluga, stafli af mogga ólesnum, já og svo allt annað. Rykið er enn á gófinu, athugist að ég kom seint heim, ekki búin að búa um, enda ætla ég að skipta á rúminu og klukkan er ekki nema níu að morgni, en ég er búin að lesa moggann, svona nokkurnvegin. Fátt ef nokkuð þar sem gladdi mann, frekar hitt, því að þar sá ég að gömul vinkona hafði kvatt núna í vikunni, Kristín frá Bergsstöðum í Svartárdal. Hún vann með mér í mörg haust í sláturhúsinu hérna og varð mér um margt minnisstæð. Seintekin en trölltrygg, fámál en orðheppin og hafði skýrar skoðanir, lét þær kannski ekki upp hvar sem var en í gorklefanum fuku oft margar perlurnar hjá henni. Það verður seint sem ég gleymi viðbrögðum hennar þegar ég grét sárt yfir fréttum sem Gísli kom með í vinnuna til mín og blessunin hún Stína mat það meira að hugga mig en að bregðast við vömbunum sem skiluðu sér með örstuttu millibili niður rör við hlið hennar. Þegar sú/sá sem mataði rörið heyrði loksins í henni, skildist vel að Stínu hafði runnið í skap... allnokkuð og það skilaði sér á kjarnyrtri íslensku upp rörið. Blessunin hún Stína, friður fylgi henni yfir landamærin......þegar ég birtist væri hún vís með að segja...loksins, og glotta eins og henni einni var lagið.
Hér rignir enn eins og syndafallið sé rétt ókomið, það verður ekki þurrkað úti, þvotturinn minn þennan daginn..... pása.
Búin að taka vænan skurk í tiltekt og þrifum, eldhúsið mitt er orðið eins og það á að vera... nema gólfið, það fær að bíða eftir Maju, búin að skipta á rúminu, með aðstoð Gísla, enda sefur hann þar líka, taka upp úr töskunni, setja í fyrstu þvottavél dagsins ..... er ég ekki bara dugleg?
P.S. Moppaði líka gólfin og náði flugufj...... eða frænku hennar.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Júbb, þú ert dugleg. En ert samt að gleyma að blogga um gjafabréfið...
Rannveig Lena Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.