. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Letikast..........

Já og Reykjavíkurferð eru orsökin að blogg skorti hjá mér.  Við Kata mágkona fórum snemma morguns á miðvikudaginn af stað til Reykjavíkur til að fylgja henni Stínu frá Bergsstöðum síðasta spölinn.  Það var margt sem flaug um hugann meðan ég sat í kirkju, hún var svo sérstök kona, hreinskiptin svo af bar og trölltrygg. Eftir athöfn buðu Gestur og börnin hennar til kaffidrykkju í safnaðarheimili kirkjunnar, þar hittum við marga sveitunga sem við höfðum jafnvel ekki séð lengi.  Og alls ekki, þarna gaf sig á tal við mig kona sem mundi eftir ömmu minni, blóðmóður pabba.  Hún hafði verið barn í skóla sveitarinnar og verið strítt og hafði þá amma skorist í leikinn.  Þessari ömmu minni sagðist konan aldrei gleyma.  Mér þótti vænt um að hún skyldi gefa mér hlutdeild í minningum sínum um ömmu, örlögin höguðu því svo að ég sá hana aldrei, en mér er sagt að ég sé lík henni um margt.  Tannhvöss og skapmikil en raungóð öllum minnimáttar ..... nú verða aðrir að dæma.

Ég braut upp vanann í morgun og hafði lambalæri með öllu í mat á skrifstofunni, vissi ekki annað en Lena væri að vinna og bæði sonur hennar og eiginmaður kæmu í mat, en ónei, hún var vestur í Staðarskála og kallmennirnir lét hvorki sjá sig né heyra. Þá það, það er bara afgangur í kvöldmatnn.

Ég er ekki búin að frétta hver bóndinn var sem löggan greip, Hafrún mín, en mér datt sá sami í hug og þér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég bað gamla um að skila því til þín að við kæmum ekki.  Ég var búin að steingleyma því að ég yrði að vinna utan skrifstofunnar þegar að ég bað um að fjölgaði í matnum...

Kokkurinn í Staðarskála klikkaði hins vegar ekki frekar en fyrri daginn... lambakjöt, kartöflumús, brún sósa og sulta... bara gott... eins og lambalærið hefur örugglega verið hjá þér

Rannveig Lena Gísladóttir, 19.10.2007 kl. 20:54

2 identicon

Við erum aðeins samrýndari en ég hélt...

Hafrún (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband