. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg helgi ...........

Að baki og ný vika runnin upp.  Jón bróðir og Lóa, já og auðvitað börnin þeirra komu hér um miðjan dag á laugardag og gistu.  Hér höfðu þau ekki komið áður til okkar og það var ekki laust við að Karenu og Helga þætti skrýtið að við værum ekki lengur í goggusveitinni, eins og þau sögðu stundum á meðan þau voru lítil.  Líklega á þó Karen heiðurinn af þessum titli, því hún kallaði Gísla lengi vel afa gogg á meðan hún átti erfitt með að segja nafnið hans, já og jafnvel lengur.  En þau skruppu nú í sveitina í heimsókn, þar voru fyrir fimm börn um helgina hjá frænku sinni, Svanhildur og Smári Þór + Anna Guðbjörg, svo voru tvíburarnir þeirra Kára og Evu líka í sveitinni.  Eitthvað kíkti Gerða líka með sína syni þannig að bút úr laugardeginum hafa þau verið tíu talsins. Ekki nýtt að margt sé af börnum þar .... og uni vel.

Það fer að styttast í Tenerife ferðina og svo er Vala að skipuleggja stelpu ferð til London í mars ..... og vorkennir mömmu sinni ekkki hætishót að  það eigi að fara tveim vikum áður en að hefst handavinnusýning í Olympia Hall.  Ekki það að mig vanti eitthvað, það er bara svo óstjórnlega gaman að vera þarna á sýningu.

Ég er annars ekki í mínu skásta formi þessa dagana og kemur þar margt til. Haustið hefur aldrei farið vel með skap mitt, mér gemgur illa að halda mig á mottunni með mataræðið, matur er bara svo ægilega góður, meir að segja margra mánaða nammibindindi sprakk.  Þetta varð til þess að nýlega grét ég yfir mynd sem ég var að horfa á af fárveikri anorexíustúlku fyrir fáeinum dögum.  Ekki það að mig langaði til að vera svona horuð, en mér finnst oft almættið skipta kílóum illa á milli fólks.  Ég hefði glöð gefið henni alllt sem hana vantaði upp á þyngdina, öllu verra er að það væri ekki nóg, hana skortir líka annað viðhorf til þess sem hún borðar, það sem hana hrjáir er hugurinn.  Ég er kannski komin út á svell með með þessa þenkingu mína, hún er þó ekki illa meint, guð gefi að hún nái bata.

Nú er það dagurinn í dag, föndur eftir hádegið. hádegisverður í "möppudýrin" mín og svo sagan endalausa í skúrnum, en ...... hún er að styttast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Halla mín :)   mikið er langt síðan ég hef séð ykkur hjónin, í næstu norðurferð verð ég bara að kíkja til ykkar og sjá hvernig þið búið, ekki í sveitinni :)     en þetta með að klikka á haustin og veturna virðist vera mjög algengt, hvort sem fólk er að hafa hemil á mataræði eða öðru  og í því samhengi..  gott að það styttist í Tenerife og vonandi náið þið öll að slaka á þar og finna jafnvægið til að takast á við veturinn.    hugmyndin um hversu gott væri ef við gætum öll skipt þessu milli okkar er góð og ég held að skaparinn hafi eitthvað klikkað þar :)    hafðu það ávallt gott og gangi þér vel með skúrinn :)

Hallan Guðm. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: .

Takk nafna mín, já það er orðið of langt síðan síðast hjá okkur, reynum að ráða bót þar á.......

., 22.10.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband