24.11.2007 | 13:51
Ferðasagan Tenerife....
Hún hófst eiginlega tveim dögum fyrir brottför, þá kom Gísli heim með þær fréttir að við þyrftum á fund um morguninn sem við flygjum út, með manni sem hafði verið að spá í kaup á Efrimýrum síðan í sumar og við vissum ekki betur en að væri hættur við. Þeir voru reyndar tveir saman að spá í þetta en nú hafði eitthvað breyst. Ég reyndist nú ekki neitt tiltakanlega upprifin yfir þessu, sá fram á jafnvel einhverjar hræringar á fríinu okkar langþráða. En suður fórum við 6 nóvember, komu við á Bakkastöðunum til að knúsa heimilisfólkið á 75 og síðan var það Keflavíkin. Þar beið Oddný með uppbúið gestarúmið fyrir okkur og klippti mig áður en ég fór að sofa. Betra nefnilega að sjá út þegar verið er að flakka á ókunnugum slóðum. Nú, svo var það að vakna snemma, í fötin og á fund inn í Hafnarfjörð. Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega hvað þar var sagt, annað en víð fórum þaðan út eftir tæplega tveggja tíma spjall .... með tilboð í jörðina. Og skelfilegan "höfuðverk". Ég hafði nú reyndar til öryggis bent öllum viðstöddum á þá staðreynd að við værum að fara úr landi upp úr hádeginu sama dag ... og það væri engin talva né bókhaldsgögn með í töskunum. En við þurftum ekki nauðsynlega að svara þessu strax, en því fyrr, því betra auðvitað.
Það var nú það. Við vorum frekar þögul af stað til baka ... og ég keyrði. Gísli lagðist í símaaat að sjálfsögðu. En út fórum við og gekk vel flugið, ég var bæði með bók og neyðarkitt (útsaum) í handfarangri mínum, held að Gísli hafi ætlað að sofa en sú áætlun fór örugglega öll út um þúfur. Hann var að hugsa, svo grimmt að ég fann brunalykt yfir ganginn sem var á milli okkar.
Nú er farið að leka bæði úr nefi og augum og lyklaborðið í stórhættu, framhald síðar.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Þetta er svolítið scary tilhugsun að kannski verði Efri-Mýrar ekki lengur sveitin okkar ..... En þessi tilhugsun hlítur að venjast eins og flest annað
Anna Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 14:24
Já ég er sammála Önnu,,
þá verða þetta ekki halla og gísli á efrimýrum
Hafrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:11
Okkur þykir samt jafnvænt um ykkur þótt við séum flutt á Blönduós.......
., 25.11.2007 kl. 07:30
Þessi saga er nokkuð spennandi en mikið hljóta að fylgja þessu blendnar tilfinningar....
Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.