. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Skrýtinn dagur..........

Ekki laust við það já.  Hófst með miklum látum í veðri í gærkvöldi svo Árný forðaði sér heim, hafði verið að baka kökur með mér og undirbúa morgunkaffi í lok prófa hjá Lenu og Árna.  Klukkan þrjú í nótt hringdi hún, rafmagn farið og hún að fá ráðleggingar hjá pabba.  Hér var náttúrlega engin ljósavél.... og jafn rafmagnslaust, meðan Gísli var að leita uppi flíkur sínar, plús vasaljósið, kom rafmagnið aftur.  Að vísu blikkandi svo netsamband datt út af tölvunni jafnharðan og Gísli tengdi... til að byrja með.  Árný ákvað hinsvegar að láta vélina ganga í nótt meðan rokið væri svona brjálað, annars yrði hún að kveikja og slökkva til skiptis.  Henni tókst hinsvegar ekki að sofna aftur svo hún klæddi sig og fór uppí hús til að pakka  eggjunum.   Vakti okkur svo klukkan sjö, vitandi það að mamma myndi fjúka ærlega upp úr skónum sínum þegar morgunkaffigestir mættu ....... og kökur ekki komnar á borð og eftir að hella uppá könnuna.   Mér tókst að baka JC köku meir að segja.  Lena kom svo á réttum tíma í "vinnuna" og Vala á hæla henni, enginn Árni.  Þetta varð góð stund þangað til systurnar sammæltust um að kvarta yfir kokknum á skrifstofunni.  Kokksi á það til að nota blandarann sinn í að mauka grænmeti og soð saman sem súpu og það hafði verið gert í hádeginu í gær.  Gerðist líka í síðustu viku og það er ekki eftir hafandi hvað þeim datt í hug að væri í pottinum þeim.  Nú er kokksi að bræða það með sér hvort segja eigi upp störfum.... eða láta nákvæma innihaldslýsingu fylgja mat þeim sem skal etinn í það og það skiptið.

P.S.  Kaffivélin stíflaðist áðan, henni líkaði ekki að þurfa að hella upp á tvisvar með 30 mínútna millibili. Vatn út um allt borð og til að ná öllu vatni af hitaplötu notaði ég hníf og tusku. Að þrifum loknum setti ég tuskuna í uppþvottavélina  og var að setja hnífinn ásamt fleiru í þvottavélina niðri í þvottahúsi.  Er einhvesstaðar hægt að fá uppfært minniskort í höfði konu á miðjum aldri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Meira PS....... Lena fór með afgangana í vinnuna til Árna, ég vona að þeir verði kátir með, vinnufélagar hans.

., 13.12.2007 kl. 09:55

2 identicon

sæl Halla mín  :)    ég get alveg lánað þér heimilismynniskortið mitt, það er lítið sem ekkert notað þar sem litlar sem alls engar svona fjölskylduathafnir eiga sér stað á mínu heimili ;)  þarft reyndar að setja inn á það uppþvottavélarleiðbeiningarnar, hef aldrei átt svoleiðis tæki :)   bestu kveðjur á norð-vestur landið

Halla Guðmunds (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:01

3 identicon

Sæl,

Já við vorum allir himin lifandi ánægðir með sendinguna :)

takk fyrir okkur

kveðja

           Árni B

PS.

það er greinilega ekki fyrir hvern sem er að skrifa athugasemd hérna inná vegna þess hversu dæmin í ruslpóstvörninni eru flókinn.

Ég fékk sko 9 + 16 reiknaði og reiknaði og fékk 25 vona að það sé rétt svo að pósturinn minn verði ekki flokkaður eins og hver annar ruslpóstur.

Árni B (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband