16.12.2007 | 22:51
Helgin búin.........
Næstum því. Ég var búin að skrifa hér töluvert í morgun en einhver hefur verið svo hjálpsamur að henda því fyrir mér. Þá það.
Við fórum á Akureyri, hjónin, í gær svona til að ljúka jólaverslun. Hefðum betur gert þetta fyrr, því annar hver Húnvetningur og þriðji hver Skagfirðingur gerði slíkt hið sama. Enda var erfitt að komast um hvar sem maður kom .... nema í miðbænum, þar var varla hræða á ferli. Eitt af því sem gera þurfti var að Gísli þurfti að finna á sig spariskyrtu, sú sem gegnt hefur því hlutverki undanfarin ár er týnd, strauk um svipað leyti og svarti jakkinn minn sem flúði um mitt sumar og finnst ekki enn. Ég veit að manni mínum þykir langt frá því gaman að kaupa á sig föt, hvað þá þegar ég er að skipta mér af. Því bar vel í veiði fyrir mig, Beggi "bró" var þessa sömu erinda í Dressman svo nú gat ég slett mér fram í hans litaval líka. Nema hann reyndist þægari en Gísli, fór út með tvær ægiflottar á litinn, ljósa og dökka með tilheyrandi bindum með. Þarf nokkuð að taka fram hver liturinn er ? Við vorum sammála alveg einróma, Signý kona hans og ég að þetta væri flott hjá honum og um að gera þegar breytt væri til að gera það þá hressilega. Látum duga að Gísli var varfærnari í vali á lit.
Morguninn var drjúgur hjá mér enda vaknaði ég snemma. Gísli fór í verk uppi á Mýrum, Árný er enn að glíma við þursinn sem beit hana í bakið núna í síðustu viku. Tók samt börnin hennar Sollu í fóstur í gær svo þau kæmust á jólahlaðborð, Fannar og hún. Smárinn og Anna Guðbjörg voru þæg við frænku, hjálpuðu til við kvöldmatareldun og tíndu upp dót og tóku til. Sú stutta var komin í rúmið frænku þegar ég kom upp eftir í stutta heimsókn í gærkvöldi, með Alexander Snæ í kjölfarinu, hann fékk að vera hjá ömmu meðan mamma hans var í jólamat/hlaðborði.
Miðjunni úr deginum eyddum við Lena við kökubakstur og Elísa með okkur, hún fékk að taka þátt í bakstrinum og skemmti sér vel. Eitthvað var ég farin að þreytast í restina og settist með þeim ummælum að ég væri að verða bensínlaus. Sú stutta leit á mömmu sína og spurði.... þarf þá ekki að setja bensín á ömmu? Í hláturskastinu sem á eftir fygldi var Lena að gera sér í hugarlund svipinn á Bróa " vinnumanni" þegar hún kæmi með mömmu gömlu og segði honum að kellan væri bensínlaus.......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.